Í ekki okurlandi

Síðustu daga hef ég verið í Köben, alltaf  yndisleg heim að sækja.  Hef komið til Köben af og til frá 1975 og var hér um tíma í námi.   Hér er hægt að versla í öllum verðflokkum og því þarf engin að líða skort.  Að fara í Netto, Irma, Fakta og hvað allir þessir markaðir heita er frábært. Vöruverð þau sem við á klakanum munum ekki sjá í næstu framtíð, því  að á Íslandi fær okrið að blómstra á öllum sviðum. Samt gekk ég fram hjá húsi hér í Köben í gærkveldi þar sem í glugganum stóð nodhjælp. Hverjir skyldu nú þurfa á þeirri aðstoð að halda?  

Í Köben er fólk af öllum þjóðarbrotum og er litað fólk og aðrir útlendingar ansi áberandi. Sá á netinu í gærkveldi að Þjóðarflokkurinn í Sviss væri að uppskera aukið fylgi vegna stefnu hans í útlendingamálum. Svisslendingar eru búnir að fá upp í kok af útlendingum sem misnota velferðarkerfið, ræna öllu og ruppla.  Þeir eru glæpamenn að mati Þjóðarflokksins þar í landi.

 Svisslendingar eru nú alfarið á móti því að ganga í Evrópusambandið.  Þjóðin er 7.5 miljónir og þar af eru 1.5 miljón manna útlendingar eða um 20% þjóðarinnar.

 Hvað megum við íslendingar ( okkar viðkvæmi kynstofn) segja því nú eru um 10% þjóðarinnar útlendingar sem við vitum um en í raun vitum við ekki hversu margir útlendingar eru í landinu.  Þvílíkt eftirlit.

 NEI þeir sem vöruðu við óheftum straumi útlendinga til landsins fyrir síðustu kosningar voru kallaðir rasistar sem segir heilmikið um á hvaða plani íslendingar eru, svolítið óþroskaðir á alheimsvísu. Allt það sem kom fram í máli Frjálslynda flokksins fyrir síðustu kosningar er hárrétt. 

 Við vorum ekki tilbúin fyrir allan þennan fjölda útlendinga sem nú er kominn til landsins. Margir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, hafa ekki vinnu eða eru í þrælavinnu og búa jafnvel í gluggalausum  geymslum. Staðreyndirnar liggja fyrir í dag, en nei menn vilja ekki viðurkenna vandann, heldur berja þeir áfram hausnum við steininn þar til vandamálið er orðið svo stórt að ekki verður við ráðið.  Hverjum er þá að kenna?  Ekki okkur segja ráðamenn þjóðarinnar, þetta varð bara svona.  Eins fór með fiskkvótann og kannski fer svona líka með jarðorkuna okkar.  Flestar stofnanir sem eiga að sjá um innflytjendamálin  eru með allt niður um sig en samt þrjóskast þjóðin við.

Þegar maður er fjarri heimahögunum sér maður oftar enn ekki hlutina í miklu skýrara ljósi i.e. óheftur aðgangur útlendinga til landsins, hversu gífurlegt vandamál  þetta getur orðið.  Margir ráðamenn okkar ættu að vinna erlendis í 6 mánuði í almennri vinnu,( ekki í vernduðu umhverfi), til að þeir átti sig á vandamálinu  og að hægt sé að koma vitinu fyrir þá.

Hvað er okkar fámenna þjóð að hugsa að hleypa öllu þessu fólki inn í landið okkar?  Alþjóðahúsið við Hverfisgötu hefur atvinnuhagsmuni að gæta og því má aldrei hallmæli útlendingum í þeirra eyra.

Við erum viðkvæm þjóð í stóru landi,  aðeins rúmlega 300.000 hræður og því verðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur í þessu máli.

Med venlig hilsen fra Koben,


Skortir íslenska karlmenn kjark?

Sælir sambloggarar, var að velta því fyrir mér hvort íslenskir karlmenn væru kjarklitlir.  Var að enda þátt minn á Útvarpi Sögur  FM 99.4 en þar er ég með þætti alla fimmtudaga frá 16 til 18, laugardaga frá 13 til 14 og á sunnudögum frá 13 til  14.  Þáttur minn á laugardögum gefur þeim fjölmörgu sem eru einhleypir ( 40% hjónabanda enda með skilnaði) að hringja inn og setja nafn sitt á lista yfir þá karlmenn / konur sem hafa áhuga á að fara með karlmanni/ konu á svipuðum aldri út að borða og eiga yndislega kvöldstund saman.  Í dag var boðið upp á fimm rétta stjörnu kvöldverð  (Stolt matreiðslumeistarans) á Einari Ben þeim glæsistað og meira að segja var allt borðvín innifalið, þ.e. sérvalið vín með hverjum rétti.  Viti menn konurnar létu ekki á sér standa en annað mál var með karlmennina okkar sem þorðu ekki fyrir sitt litla líf að hringja inn.   Eftir þáttinn fékk ég fjölda símtala frá karlmönnum sem vildu fara út að borða, en að hringja í beina útsendingu það var allt annað mál.  Hvað er að þessum elskum?  Ég spyr þann sem e-h veit um málið.  Eru okkur yndislegu karlmenn svona bældir og ef svo er, hverju er um að kenna?

kkv.

Ásgerður Jóna

 


Opið bréf til auðmanna íslands og annarra sem eru aflögufærir.

     Fjölskylduhjálp Íslands er að hefja sitt fimmta starfsár um þessar mundir og þörfin aldrei meiri við að aðstoða konur, börn og karla í neyð. Við treystum á fyrirtæki og  almenning með fjármagn, fatnað og matvæli.  Við erum með 1500 fjölskyldur á skrá óháð búsetu.  Peningar eru af skornum skammti og því þarf að gæta vel að kaupa þau matvæli sem hagstæðast er að kaupa hverju sinni.

   Frá upphafi hafa eftirtaldir aðilar og fyrirtæki styrkt starfið í formi matvæla og fl.Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur, Helgi S. Guðmundsson, Frónkex, Myllan-Brauð, Mjólkursamsalan, Dreifing, Ömmubakstur, Lýsi, Nesbúegg, Sölufélag garðyrkjumanna, Bakarameistarinn, Osta og Smjörsalan, Mjólka,Papco, Plastprent, Emmessís, Góa-Linda og Selecta. 

     Það er mikilvægt að geta úthlutað nýjum fiski, kjúklingum, góðu kjöti og miklu úrvali af grænmeti.  Þess í stað erum við að úthluta kjötfarsi  og hrossabjúgum sem er það ódýrasta sem völ er á því við erum að úthluta til  yfir 100 fjölskyldna á hverjum miðvikudegi. 

     Það eru um 250 einstaklingar með börnunum sem hvern miðvikudag  treysta á matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  En við verðum að sníða okkar stakk eftir vexti. 

     Við biðlum til auðmanna og annarra á Íslandi um að styðja við bak starfsins með fjárframlögum en þeir hinir sömu  munu fá ársreikning  þar sem fram kemur hvaða matvæli við keyptum og frá hverjum.  Þar kemur líka í ljós að hver einasta króna fer til að hjálpa fátæku fólki á Íslandi.  Allt starf er unnið í sjálfboðastarfi. Það er mjög átakanlegt hversu margir skjólstæðingar okkar hafa ekki efni á að nota okkar góða heilbrigðiskerfi.  Margir geta ekki leyft sér að nota tannlæknaþjónustu, hvað þá að leysa út lyfin sín eða láta snyrta hár sitt.

    Hér er nýleg dæmisaga og ekki sú eina:  Ung fimm barna móðir leita til okkar sökum mikillar fátæktar, hún er öryrki, býr með fimm börnum sínum í sumarbústað.  Þegar hún kom til okkar síðasta miðvikudag var hún illa haldin því hún hafði ekki haft efni á leysa út geðlyfin sín í langan tíma og geðeinkennin því komin vel í ljós.  Það var mjög sorglegt að horfa upp á þessa ungu konu sem var svo illa haldin að það stakk mann beint í hjarta stað.  Þessa konu vantaði allt.  Við hjálpuðum henni að leysa út geðlyfin sem kostuðu 1.200 krónur sem ekki er há upphæð, létum hana hafa peninga fyrir bensíni á bílinn svo hún kæmist til okkar aftur eftir tvær vikur því hún þarf að fara um langan veg til að koma til okkar.  Þá létum við hana hafa mikið magn af matvælum fyrir hennar stóru fjölskyldu og síðast enn ekki síst fékk hún hlýjan fatnað, þykkar og góðar sængur og mörg teppi svo þeim yrði ekki eins kalt í sumarbústaðnum í vetur.  Þessi kona hefur ekki getað leyft sér að nýta þjónustu tannlækna hvað þá aðra þjónustu innan okkar góða heilbrigðiskerfis. 

   Kæru auðmenn og aðrir íslendingar hjálpið okkur við að hjálpa þeim fjölmörgu fátæku fjölskyldum sem til okkar leita.  Bankareikningar eru 101-26-66090 og 546-26-6609. kt  660903-2590. 

Með fyrirfram þakklæti.   


Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2007
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband