24.11.2007 | 19:47
Sögu skal ég segja.
Nú byrja ég að segja ótrúlega sögu á bloggi mínu sem staðið hefur yfir hátt í fjóra áratugi og stendur enn. Þessum söguþræði hef ég fylgst með s.l. 30 ár. Þið bætið við eins og þið teljið að sagan sé. Eftir það kem ég með næsta þráð úr sögunni góðu og svo koll af kolli. Áhugavert verður að lesa hversu nálægt bloggara komast að veruleikanum.
Það var upp úr 1960 að sex barna móðir í austurbænum varð ekkja. Þrjú elstu börnin voru farin að heiman og ekkjan því ein með þrjú börn. Ekkjan sem ég kalla hér Ásdísi og maður hennar höfðu verið þokkalega stæð á þess tíma mælikvarða, áttu sína blokkaríbúð og eftirlét hinn látni eiginmaður hennar atvinnutæki sem hann hafði unnið með í áraraðir.
Nokkrum árum síðar varð maður í vegi hennar og feldu þau hugi saman. Manninn kalla ég Krissa Guð. Hann hafði skilið við konu sína sem var mikil drykkjukona og áttu þau þrjú börn. Ekki leið á löngu þar til Krissi Guð flutti inn á sex barna ekkjuna í austurbænum. Það sem Krissi Guð kom með í búið var eldgömul Cortína sem var að því komin að hrynja en aðrar eigur hans komust fyrir í einum plastpoka.
Þá átti Krissi Guð hlut í fyrirtæki sem hann starfaði við og ég kalla hér Djússalan h.f. en á þessum tíma stóð Djússalan mjög höllum fæti, nánast gjaldþrota.
Nú eigið þið næsta leik.
21.11.2007 | 20:31
Seðlabankinn styður starfið um 100 þúsund krónur.
11.11.2007 | 11:15
Viðskiptaráðherra í opinbera heimsókn.
Hinn frábæri viðskiptaráðherra okkar, Björgvin G. Sigurðsson mun koma í opinbera heimsókn til Fjölskylduhjálpar Íslands að Eskihlíð 2 - 4 miðvikudaginn 14. nóvember kl. 14.30. Ráðherrann ætlar að kynna sér starf hjálparsamtakanna sem er mjög yfirgripsmikið og allt unnið í sjálfboðastarfi. Er það mikill heiður að fá viðskiptaráðherra Íslands í heimsókn því það vekur ætíð mikla athygli sem aftur leiðar af sér að menn verða gjafmildari og muna eftir þeim mikla fjölda sem sækir aðstoð til Fjölskylduhjálpar Íslands vikulega. Og nú eru jólin í námd og þá veitir ekki af stuðningi frá landanum og fyrirtækjunum í landinu.
Hjartans þakkir til þín Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra.
11.11.2007 | 11:05
Viðskiptaráðherra afhendir þakkarbréf.
Næsta vika verður annasöm því Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra mun verða með móttöku fyrir Fjölskylduhjálp Íslands í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu n.k. þriðjudag kl. 14.00. Þangað verður boðið fulltrúum allra þeirra fyrirtækja sem studdu hjálparstarfið okkar árið 2006 í samsæti en þar mun viðskiptaráðherra ásamt verndara okkar henni Röggu Gísla afhenda þakkarbréf til fyrirtækjanna. Stuðningur fyrirtækjanna skiptir Fjölskylduhjálp Íslands miklu máli því án fyrirtækjanna gæti starfið ekki þrifist.
Slík athöfn á sér stað árlega hjá FÍ. Þakkarbréfin vöru hönnuð okkur að kostnaðarlausu fyrir nokkrum árum og það er Háskólafjölritun Fálkagötu sem gefur okkur prentunina núna eins og í fyrra.
Við þurfum á allri hjálp að halda því við erum að úthluta á annað tonni af matvælum vikulega, alla miðvikudag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2007 | 10:48
Afmæli í dag.
Það er ekki slæmt að eiga sama afmælisdag og Þórhallur í Sjónvarpinu og hin heimsfræga leikkona Demi More, öll erum við sporðdrekar. En sem sagt ég á afmæli í dag og líkar það bara vel. Þakka hvern afmælisdag sem ég á. Ég man náttúrulega ekki hversu ung ég er í dag enda skiptir það ekki máli. Það er heilsan sem skiptir máli á öllum aldursstigum. Fjölskyldan krefst þess að koma í heimsókn með blóm og fínerí en því miður, get ekki tekið á móti því ég náði mér í kvef í Indlandi um daginn hvar ég dvaldi í 10 daga.
Bóndinn til 32 ára vill að sjálfsögðu gleðja ástina sína í dag, en ég afgreiddi það mál á Indlandi er ég keypti forkunnar fagran gullhring með svörtum indverskum steini sem heitir indverska svarta stjarnan. Það getur verið erfitt að gefa konum gjafir sem eiga allt, þ.e. eiga það sem þær vilja eiga.
Ég mun verja deginum í rúminu því næsta vika verður mjög annasöm hjá mér.
11.11.2007 | 10:35
Önnur heimsóknin
Þess má geta að heimsóknin til þingmanns reykvíkinga er önnur ferðin sem LKF fer í, því í sumar fór Landssambandið í heimsókn til þingmanns Frjálslynda flokksins á Suðurnesjunum. Þá tók Grétar Mar Jónsson þingmaður höfðinglega á móti konum úr Landssambandinu kynnti þeim Suðurnesin en ferðin stóð frá kl. 13.00 til 22.00 í Vitanum þar sem 70 konur þáðu dásamlegan kvöldverð. Ferðin til Suðurnesja var ógleymanleg.
Þá mun Landssambandið heimsækja vestfirðina við tækifæri og heimsækja Guðjón Arnar og Kristinn H.
11.11.2007 | 10:26
Helgarhátíð Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar