22.3.2008 | 13:43
Frjálslyndi flokkur þarf byr undir báða vængi
Nú um stundir ára illa í okkar litla þjóðfélagi og mun svo gera næstu misserin. Varla er hægt að hugsa þá hugsun til enda þegar fjölskyldur hér á landi lenda í greiðsluþrotum vegna þess ástands sem nú ríkir um stundir. Eitt er víst að ef Frjálslyndi flokkurinn fær nægilegt fylgi í næstu kosningum hvort sem um er að ræða í kosningum til Alþingis eða til borgar og sveitastjórnar þá mun ég svo sannarlega beita mér fyrir réttri forgangsröðum með útdeilingu fjármagns. Ég myndi byrja á að skera niður í ríkisapparatinu sem hefur bólgnað út svo um munar. Ég myndi líta á Ísland sem fyrirtæki með hagsmuni allra í huga enn ekki fárra útvalinna. Við sem byggjum Ísland eigum að njóta þeirra efnislegra gæða sem landið býr yfir.
Með páskakveðjum
Ásgerður Jóna Flosadóttir
9.3.2008 | 18:33
Þrjú hundruð þúsund íbúar.
Á Íslandi búa yfir þrjú hundruð þúsund íbúar. Þetta er álíka og meðal stór breiðgata í New York. Hægt vari að reka Ísland eins og fyrirtæki með góðum stjórnendum. Ef stjórnendur standa sig ekki eru þeir látnir taka poka sína. Hér er dæmi um óábyrga stjórnendur. Nú á að skera niður um 200 miljónir í löggæslu á Keflavíkurflugvelli, en á sama tíma eru eignir á Keflavíkurflugvelli fyrrum hersvæði seldar með 14 miljarða króna afslætti. Hvað segir þetta okkur. Það þyrfti hvergi að skera niður í nauðsynlegri þjónustu ef eignirnar á Vellinum hefðu verið seldar að eðlilegu verði. Í Bandaríkjunum hefðu slíkir stjórnendur verið látnir víkja með mikilli skömm.
kkv.
7.3.2008 | 13:44
Á blaðinu stóð 1.725.000 krónur.
Eins og alla miðvikudaga var úthlutun á matvælum hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Eitt stakk mig beint í hjartastað er kona ein bað um viðtal við mig sem og hún fékk eins og allir sem óska þess. Kona þessi er einstæður öryrki með tvö börn. Ég hitti konu þessa sem stóð hágrátandi með 7 ára dóttur sína sér við hlið og hélt á blaði sem hún sýndi mér. Þessi kona hefur ekki getað farið til tannlæknis í mörg ár sökum fátæktar. Afleiðingarnar eru þær að hún á erfitt með að borða sökum þess hversu tennur hennar eru ill farnar. Á blaðinu sem var áætlun frá tannlækni stóð talan 1.725.000 krónur. Konan hágrét fyrir framan mig og spurði hvort við gætum hjálpað henni. Hvað er hægt að gera í stöðu sem þessari? Því miður höfum við ekki fjármagn til hjálpar við slíkar aðstæður. Svona er Ísland í dag.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður
Fjölskylduhjálpar Íslands
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar