16.4.2008 | 11:33
Komið með fötin, leikföngin og búsáhöldin til okkar.
Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar fatnaði alla miðvikudaga. Tökum á móti notuðum hreinum fatnaði á alla aldurs hópa. Þið sem eigið notuð föt, búsáhöld og leikföng og viljið losna við þau, vinsamlegast komið með þau til okkar. Tökum á móti alla miðvikudag frá kl. 13.00 til 17.00 að Eskihlíð 2 - 4. Reykjavík.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
16.4.2008 | 10:58
Slátur og lifrapylsa.
Nú er undirbúningur á fullu fyrir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem er í dag miðvikudag eins og alltaf. Við er mjög lukkulegar með okkur þessa stundina því í dag úthlutum við slátri og lifrapylsu sem er frábær matur. Náði góðum díl við einn framleiðanda hér á landi. Þá verður jógúrt og önnur mjólkurvara auk brauðmetis á boðstólnum í dag. þá úthlutum við kaffi einu sinni í mánuði en kaffið kaupum við einnig. Það er yndislegt að úthluta góðum og hollum mat.
kkv
Ásgerður Jóna Flosadóttir
13.4.2008 | 10:34
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fór á kostum.
Mikill undirbúningur var fyrir fyrsta súpufund Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum sem haldinn var í gær í félagsheimili flokksins að Skúlatúni 4. Við konurnar löguðum guðdómlega góða súpu og buðum upp á heimabakaðar brauðbollur.
Guðmundur Ólafsson hagfræðingur talaði fyrir fullu húsi fundagesta og fór á kostum. Hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Guðmundur sé ekki fenginn í Seðlabankann og taki við stjórninni þar. Hann býr yfir þvílíkum fróðleik í hagfræði ,er sjálfsagt einn af okkar bestu hagfræðingum landsins. Góður rómur var gerður af framsögu hans á fundinum og færri komust að en vildu með fyrirspurnir.
Ég vil endilega vekja athygli á því að fundur hjá Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum er fyrir bæði konur og karla. Á þessum súpufundum okkar er rædd pólitík og ekkert annað og því hentar það báðum kynjum. Misskilnings hefur gætt að fundir okkar séu bara fyrir konur en svo er alls ekki. Næsti súpufundur verður 26. april sem er laugardagur og hefst fundurinn stundvíslega kl. 12.00.
Helgin átti nú öll að fara í lestur fyrir próf sem ég fer í á mánudaginn í fjölskyldu og erfðarrétti en leyfði mér nú samt að fara í Borgarleikhúsið í gærkveldi og sá hina frábæra sýningu Jesus christ superstar. Þar voru í hlutverkum frábærir söngvarar en sá söngvari sem skar sig úr var Jens Ólafsson sem fór með hlutverk Júdasar.
En þá er best að snúa sér að skruddunum.
kkv.
1.4.2008 | 21:40
Stopp,stopp ,ekki meir ekki meir.
Ég eins og svo margir sem eru alltaf á leiðinnnnni til heilbrigðara lífernis, ákveðin í að breyta fæðuvalinu og borða reglulega. Það er nefnilega fitandi að borða of lítið vissu þið það? Búin að eiga kort hjá Frú Báru í JSB í þrjár vikur en var fyrst í dag að drattast í fyrsta tímann sem var yndislegur því ég fílaði mig svo granna eftir tímann TAKIÐ EFTIR FÍLAÐI MIG SVO GRANNA. Stundum erum við svo feit í huganum að það hálfa væri nóg. Eftir tímann hélt frú Bára fund með okkur og fór yfir það sem má borða, sem við vissum náttúrulega allar mætavel, margar með æviáskrift hjá Báru. Eftir tímann dreif ég mig út í búð og keypti allt það heilbrigða og holla sem ég fann í búðinni.
Það sem ég hef borðað í dag er eftirfarandi. Fjögur hrökkbrauð, lífræn kæfa, papriku sem er best RAUÐ, lífræna súpu hýðishrísgrjón og tómat. Fer aftur á vigtina hjá Báru næsta fimmtudag og þá verður vigtin að vera vinkona mín.
Satt best að segja var ég ein af þeim sem keypti öll líkamsræktartæki og hafði heima hjá mér. Hefði getað opnað líkamsræktarstöð, slíkt var brjálæðið. Ég hef orðið skynsamari með árunum og hætt að hlaupa eftir slíkum dellum. Í dag á ég hlaupabretti, lóð og æfingamöttu heima hjá mér og læt það duga.
Það að breyta fæðuvalinu kallar á að maður verður að sleppa rauðvíninu og hvítvíninu sem mér finnst hrikalegt. Ég er nefnilega mjög hrifin af léttvíni. En nú verður tekið á honum stóra sínum og ekkert gefið eftir.
1.4.2008 | 12:38
Hvar getur Fjölskylduhjálp Íslands keypt kartöflur á góður verði?
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 72645
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar