27.4.2008 | 17:39
Í sporum öryrkja á Íslandi og barna þeirra
26.4.2008 | 15:44
Rakst á fyrir tilviljun
26.4.2008 | 14:12
Frábært framtak
Gott hjá þessum nýja hópi sjálfboðaliða á Íslandi. Gangi ykkur vel.
![]() |
Matur ekki einkaþotur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.4.2008 | 17:38
LÁRA VERSUS STJÓRNMÁLA OG EMBÆTTISMENN
20.4.2008 | 13:41
Borgin okkar er skítug og menguð
Það var yndislegt að njóta góða veðursins með litlum ömmu strák í gönguferð í Vesturbænum í gær. Gengið var frá Sólvallagötunni í Melabúðina sem er okkar hverfaverslun. Tilgangur ferðarinnar var að kaupa inn það sem sá litli vildi fá að borða næsta sólarhringinn. Ferðin í Melabúðina tók klukkutíma því litlir fætur far hægt yfir. Prinsinn sagði við ömmu sína. Það er svo mikill hávaði í bílunum. Þetta var rétt hjá þeim stutta, hávaðinn var gífurlegur frá þeim bifreiðum sem framhjá óku. Við fullorðna fólkið erum orðin samdauna þessum hávaða. En þvílíkur hávaði sem blessað barnið upplifði enda fer sá stutti allar sínar ferðir í bíl. Sá stutti stoppaði við hvert fótmál og skoðaði veröldina með sínum augum. Það er skelfilegt að horfa upp á borgina sína svona skítuga. Sá stutti sankaði að sér öllu því gulli sem á vegi hans varð. Eru götur bæjarins virkilega ein stór ruslatunna? Niðurstaða mín eftir göngutúrinn góða í blíðskaparveðri hér í Vesturbænum í gær að borgin okkar er menguð bæði hljóð og loft menguð og óþrifnaðurinn fyrir neðan allar hellur.
18.4.2008 | 13:57
Rauðmagaveisla Frjálslynda flokksins í Grindavík.
Minni á að í kvöld verður haldin rauðmagaveisla á vegum Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Grindavík og hefst kl. 19.00. Þátttaka tilkynnist í síma 895-7237. Gestum verður boðið upp á rauðmaga, þorsk, rauðsprettu og skötusel að kostnaðarlausu. Félagar og aðrir áhugamenn um stefnu Frjálslynda flokksins hjartanlega velkomnir.
kkv.
18.4.2008 | 00:03
Líflegt í Frjálslynda flokknum,frítt í rauðmagapartý.
Þeir sem fylgjast daglega með heimasíða Frjálslynda flokksins sjá að mikið líf og starf er í grasrót flokksins. Föstudaginn 18. april verður glæsileg samkoma haldin á vegum flokksins í Grindavík. Þá verður haldið rauðmagapartý á vegum Bæjarmálafélags Frjálslynda flokkisns á staðnum. Veislustjóri verður Magnús Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins sem mun auk þess sjá um harmonikkuspil. Nú er tækifæri til að smakka á hinum ýmsu tegundum sjávarafurða. Boðið verður upp á að smakka rauðmaga, þrjár tegundir af þorskréttum, rauðsprettu og skötuseli. Úrvals kokkar á svæðinu munu matreiða sjávaraflann eftir sínu höfði. Samsætið verður í húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjörns Seljabót 10 í Grindavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Með rauðmagakveðju
17.4.2008 | 23:59
Árangursmæling.
17.4.2008 | 13:36
Athyglisverð frétt í Klippt og skorið á bls.15 í 24 Stundum í dag.
Alltaf verður maður nú jafn hissa. Ég sit í aðalstjórn KRFÍ og verið boðuð á einn slíkan fund frá því ég kom inn í stjórnina á síðasta ári fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Aðalfundur KRFÍ var haldinn 15. april s.l. kl. 17.00. Mætti ég á tímanlega á fundinn og hlakkaði til þessa fundar þar sem ég er ný og þetta minn fyrsti aðalfundur hjá KRFÍ. Ég mætti ein til fundarins og sat fundinn til kl. 18.50 en þá yfirgaf ég fundinn hljóðlega, til að trufla nú ekki athygli fundarmanna ,vegna fundar sem ég átti að mæta á kl. 19.00 í Skúlatúni 4 á vegum Frjálslynda flokksins.
Þessi frétt er með ólíkingum sem birt er í 24 stundum í dag fimmtudag 17. april sem ég ætla að leiðrétta. Mér skilst að þessi frétt hafi flogið út um allan bæ í gær, ekki frétti ég hana. En getur það verið að konur séu konum versta. Hverjum er það til tekna að búa til slíkar sögur og breiða þær úr. Góð spurning ekki satt, en ég ætla ekki að reyna að svar henni.
1. Í fyrsta lagi var þess hvergi getið í fundarboði um aðalfundinn að skipta ætti um formann og varaformann.
2. Undirrituð las um það í fjölmiðlum daginn eftir aðalfundinn að Margrét Sverrisdóttir hefði verið kosin formaður KRFÍ og ekkert nema gott um það að segja.
3. Hvergi auglýsti KRFÍ mér vitanlega eftir konum sem gæfu kost á sér í kjöri til formanns né varaformanns.
Þannig að fréttin um að ég sæktist eftir formennsku í KRFÍ eru úr lausu lofti gripnar því ef fólk ætlar að gefa kost á sér í slíkt embætti þarf að auglýsa slík framboð. Í dag get ég bara ekki bætt á mig fleiri blómum til þess þyrfti ég fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Ef ég hefði vitað að skipta ætti um formann og varaformann sem ég vissi ekki um en gefum okkur að ég hafi haft í huga að bjóða mig fram til formanns hjá KRFÍ þá þarf að undirbúa slíkt framboð mjög vel.
Ef Margrét hefur smalað á fundinn gekk sú smölun mjög illa því þessi fundur var með afbrigðum fámennur.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
16.4.2008 | 19:38
120 fjölskyldur þáðu aðstoð í dag.
Nú er dagur að kvöldi og hjálparliðar komnir heim til síns heima sáttir í hjarta sínu eftir góðan dag hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Í dag úthlutuðum við matvælum til 120 fjölskyldna. Hver fjölskylda fékk allt upp í 6 matarpoka en að meðaltali eru pokarnir á milli 4 og 5 pokar á fjölskyldu. Við úthlutuðum hátt í 200 kílóum af slátri og lifrapylsu. Mikið úrval var af matvælum hjá okkur í dag og fóru allir skjólstæðingar ánægðir út frá okkur. Útlendingum hefur fjölgað mikið meðal þeirra er leita aðstoðar, auk þess sem karlar sækja í auknu mæli eftir aðstoð hjá okkur og eru þeir orðnir álíka margir og konurnar. Þá kom fólk til okkar sem synjað hafði verið um lyfjastyrk hjá öðrum hjálparsamtökum en sem betur fer erum við með lyfjasjóð og getum því hjálpað þegar þannig stendur á hjá skjólstæðingum okkur.
Hjartans þakkir til íslenskra fyrirtækja fyrir aðstoðina.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 72644
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar