11.4.2009 | 13:37
Hugsað upphátt
Ég vil leggja það til við Bjarna Benediktsson formanns Sjálfstæðisflokksins að hann leggi þessar 55 milljónir til Fjölskylduhjálpar Íslands í stað þess að skila þessum fjármunum sem munu bara lenda í lögfræðihítina í kringum þessi tvö fyrirtæki. Í dag var úthlutað matvælum til yfir 350 fátækra fjölskyldna sem leituðu til Fjölskylduhjálpar íslands. Að fá þessar 55 milljónir til að hjálpar íslenskum fjölskyldum næstu 4 árin væri góðverk að hálfu Sjálfstæðisflokksins. Ég býð fyrir hönd okkar 25 sjálboðaliða Bjarna Benediktssyni í heimsókn til okkar næsta miðvikudag og upplifa þá miklu eymd sem ríkir hjá allt of mörgum íslenskum heimilum í dag, hvort sem um er að ræða fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni. Fjölskylduhjálp Íslands upplifir mikinn hlýhug frá íslenskum fyrirtækjum enda væri ekki hægt að hjálpa slíkum fjölda fjölskyldna nema fyrir þeirra tilstilli fyrirtækjanna. Bestu þakkir til ykkar.
![]() |
Skilað til lögaðila |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar