530 fjölskyldur fengu matarúthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands í dag

það var yndisleg tilfinning þegar við lokuðum í dag klukkan 16.30 og höfðum á þeim tímapunkti hjálpað 530 fjölskyldum með mataraðstoð.  Hjá mörgum þessara fjölskyldna er hópur barna sem þarf að horfa upp á báða foreldra sína án atvinnu sem upplifa mikla örvæntingu á hverjum degi.  Hvaða áhrif hefur þetta á blessuð börnin?

Þurfum nýja sýn

Skýrslan er komin. Nú þurfum við íslendingar nýja sýn á umhverfið. Hver ætti sú sýn vera?  Það getur ekki talist eðlilegt að þegar einstaklingar koma út úr skólakerfinu og ráða sig í störf innan stjórnsýslunnar að þeir starfi þar alla sína starfsævi.  Slíkt fyrirkomulag er ávísun á spillingu. Ef ríkisstjórnin meinar það sem hún segir varðandi hreinsanir innan stjórnkerfisins eru eftirfarandi  byrjunarskref í áttina að því.  

1.        þingmenn sem sitja á Alþingi íslandinga í dag og tengjast  efnahagshruninu og eða eru kúlulánþegar  segi  af sér þingmennsku og varamenn taki við.    

2.       Setja ætti í lög um  að kjörnir þingmenn geti lengst setið á þingi í tvö kjörtímabil í senn og færu þá til  starfa innan einkageirans. 

3.       Eftir  fjögur ár í störfum hjá einkageiranum gætu þeir( fyrrum þingmenn) boðið sig fram aftur ef þeir kjósa svo.

4.       Setja þarf ný lög um embættismenn og stjórnendur innan stjórnkerfisins.

5.        Embættismenn og stjórnendur innan stjórnkerfisins verði ráðnir til fimm ára  og fari síðan út í einkageirann og starfi þar næstu fimm árin.  Eftir þann tíma geta þeir sótt um störf innan stjórnsýslunnar ef áhugi er fyrir hendi.

 

 Breytingar sem þessar gætu komið að einhverju leiti í veg fyrir áframhaldandi  spillingu  sem ríkt hefur hér á landi og ekki sér fyrir endann á.

 

Tilmæli til stjórnmálaflokkanna.  Takið ykkur tak og skiptið út fólki og hleypið nýju blóði að.


Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2010
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband