Gólfið titraði

Ég sat við hljóðnemann hjá Útvarpi Sögu í dag og talaði til hlustenda  og þegar klukkan var 15.45   fann ég skrítin titring undir fótum mínum og leit á tæknimanninn og hann leit á mig.  Síðan byrjaði allt að titra.  Þessi mikli jarðskjálfti reið yfir.  Eftirminnileg útsending svo ekki sé meira sagt.

Eigið góðan dag.


Áskorun til forseta lýðveldisins

Við konur í Frjálslynda flokknum skorum hér með á  herra Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands að neita að undirrita lagafrumvarp um breytingu á lögum um tekjuskatt þar sem meirihluti Alþingis gaf eftir skatta vegna söluhagnaðar lögaðila með afturvirkum hætti. Með því að neita að staðfesta lögin gefst þjóðinni tækifæri til að kjósa um frambúðargildi laganna. Lagabreytingin brýtur í bága við almennu jafnræðisregluna í stjórnarskrá lýðveldisins þar sem felldir eru niður skattar fyrir ákveðinn hóp auðmanna en slík niðurfelling er fordæmislaus í sögu islensku þjóðarinnar. Forsetinn hefur áður neitað að staðfesta meirihlutavilja þingsins og svarið eið að virða stjórnarskrá lýðveldisins. Forsetanum ber að virða stjórnarskrána og vilja þjóðarinnar og ganga í berhögg við gerræðisleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar.

Ljósabekkir eru skaðlegir.

Það hefur verið vitað all lengi að ljósabekki eru skaðlegir.  Hér spila foreldrar stórt hlutverk.  Samt eru sólbaðsstofur fullar af ungu fólki sem sækir í bekkina.  Ábyrgðin er að einhverju leiti hjá okkur foreldrum.  Ljósabekkir skaða.
mbl.is Aukin tíðni sortuæxla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu dagar verða í Kaupmannahöfn.

Þá yfirgefur maður skerið og heldur til Kaupmannahafnar í góða veðrið og sólina en síðustu dagar hafa verið þetta frá 19 upp í 25 gráður, ekki slæmt.  Eitthvað á manni eftir að bregða við verðið þar í landi með 25% gengisfellingu í vasanum.  Búin að afgreiða allt í dag fyrir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands á morgun miðvikudag, maturinn, brauðið, grænmetið og mjólkin verða til staðar fyrir þær hundrað fjölskyldur sem munu leita eftir aðstoð.  Það er svo frábært að geta látið sig hverfa af vettvangi því stjórnarfólk  og hjálparliðar hjá FÍ eru svo frábær.  Þetta mun ganga eins og smurð vel.

Svandís Svavarsdóttir veit ekki hvað hún hefur í laun.

Flestir vita hvað þeir hafa í laun, en Svandís Svavarsdóttir borgarfulltrúi VG veit ekki hvað hún hefur í laun.  616.000 krónur í laun á mánuði, hvorki meira né minna. Hvað segir það okkur almúganum?

Frá formanni Landssambands Kvenna í Frjálslynda flokknum

Við konurnar sjáum ansi oft um innkaupin fyrir heimilin í landinu.  Gerum nú átak í að  reyna að útrýma vöruskiptahallanum með því að kaupa íslenskar vörur,  gerum átak í að draga saman seglin eins og kostur er.  Reynum að fresta ýmsum nauðsynlegum innkaupum.  Reynum hvað við getum okkur öllum til hagsbóta. 

Til foreldra og forráðamanna veggjakrotara

Ég hvet foreldra og forráðamenn barna og unglinga að kanna hvort spraybrúsar finnist í fórum þeirra.    Er málning á fatnaði eða á höndum barnanna.  Vinsamleg tilmæli til foreldra og forráðamanna, hafið augun opin fyrir því hvað börnin ykkar og unglingar eru að gera.  Undirrituð býr í Vesturbænum og þar er stöðugt verið að mála yfir veggjakrot.

Laddi frábær í Borgarleikhúsinu

Þetta hefur verið annasamur dagur hjá mér.  Hann byrjaði kl. 10.00 í morgun á stjórnarfundi hjá Landssambandi Kvenna í Frjálslynda flokknum.  Súpufundur Landssambandsins hófst síðan kl. 12.00 þar sem Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasaga hélt fyrirlestur um fasteigna og lánamarkaðinn.  Var erindi hennar ákaflega fróðlegt.  Eftir fundinn kl. 14.00 fór ég í nudd í Baðhúsinu.  Eftir nuddið í Baðhúsinu fór ég í afmæli hjá minni elskulegu móður þar sem við systkinin komum saman og áttum ánægjulega samverustund. Að endingu fór ég að sjá afmælissýningu Ladda í Borgarleikhúsinu.  Hrein og klár frábær sýning og mikil stemming meðal sýningagesta.


Súpufundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á morgun laugardag kl. 12.00

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala verður ræðumaður á súpufundi Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á morgun laugardaginn 3. maí kl. 12.00 í húsakynnum flokksins að Skúlatúni 4 II hæð.  Mun Ingibjörg ræða fasteigna og lánamarkaðinn í dag og horfurnar framundan.  Boðið verður upp á heimalagaða súpu og heimabakað brauð fyrir 500 krónur.  Komið og fræðist um mál málanna í dag.

90 til 100.000 fyrir hvert barn.

Ég hef alltaf verið talsmaður heimgreiðslna.  Viljum við standa undir því að vera velferðarþjóðfélag?  Viljum við bera af þjóðum heims. Við vitum að skortur er á dagvistarrýmum fyrir börn, en hvað er til ráða?  Við á Íslandi getum leyst þetta vandamál með einu pennastriki ef vilji er fyrir hendi.  Við eigum að greiða foreldri með hverju barni þá upphæð sem hvert barn kosta við rekstur leikskóla á hvert barn sem í dag eru um 100.000 krónur á mánuði.  Hugsið ykkur hversu þjóðlífið yrði óstressaðra, heimilin í meira jafnvægi, börnin yfirveguð og án lyfja, færri skilnaðir, minni bílaumferð, minni mengun.  Að mínu mati tel ég það vera ábyrgðarhluti að ala barn í þennan heim.  Við fullorðna fólkið verðum að bera ábyrgð svo ég tali nú ekki um stjórnmálamenn.  Hugsið ykkur foreldra með þrjú ung börn ef þeim gæfist kostur á að vera heima hjá börnum sínum fyrstu þrjú árin gegn greiðslu.  Viðkomandi fjölskylda fengi um 300.000 krónur á mánuði mínus skatta.  Þá fyrst getum við talað um velferðarþjóðfélag, fyrr ekki. 

Næsta síða »

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Maí 2008
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 72645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband