Flateyri í sárum.

Ég sit enn og aftur gáttuð  yfir því sem á sér stað í okkar litla landi Íslandi.  Hvernig getur þjóðn setið hjá varðandi þá atburði sem eiga sér nú stað á Flateyri?  Erum við öll orðin dofin fyrir þessu.  Nú eigum við að gera þá kröfu á hendur eigenda Kambs á Flateyri að þeir gefi upp hver skuldastaðan hjá þeim er í dag og hvert total söluverð verður.  Það er ekki hægt að líða það að menn fari með þjóðarauðinn í vasanum og skilji heillt byggðarlag á sárum.  Það á ekki að eiga sér stað að þeir fari með þúsundir milljóna í vasanum og fari síðan í greifaleik.  Nei takk.  Ég gæti sætt mig við að þeir fengju þokkalega fjárupphæð sem dygði þeim til dauðadags en ekki krónu meira.  Mest allur söluhagnaðurinn á að renna til Flateyrar. Þegar upplýst verður hverjar skuldirnar eru væri athyglisvert að vita í hvað fóru þessir fjármunir. Við eigum nú að safnast saman niður á Austurvöll og mótmæla þessum gjörningi því það er þjóðin sem á fiskinn í sjónum ,því megum við aldrei gleyma.  Þeir sem komu kvótakerfinu á hljóta að fá sting í hjartastað vegna gjörða sinna.


Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Maí 2007
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband