MBA nemar á Hótel Hamri Borgarnesi

Var að koma heim frá því að dvelja á fyrirlestrum á Hótel Hamri í Borgarnesi.  Fyrsti dagur minn í MBA námi við Háskóla Íslands.  þetta er 25 manna hópur sem saman stendur af 20 körlum og 5 konum sem öll eru yndislegir einstaklingar sem ég hlakka til að vinna verkefni með næstu tvö árin. MBA nám við Háskóla Íslands kostar 2.7 miljónir, svo málið er ekkert grín.

Dagurinn byrjaði á  því að við sem hefjum MBA nám í dag hittumst í Hringstofu  á Háskólatorgi  þar sem forseti Viðskiptafræðideildar HÍ  Ingjaldur Hannibalsson bauð nema velkomna og sýndi þau húsakynni sem við munum dvelja mikið í næstu 20 mánuðina.  Húsakynnin eru glæsileg og mikil breyting frá því að ég var síðast við nám í HÍ.

Því næst var farið með rútu upp í Borgarnes þar sem okkar fyrsti fyrirlestur fór fram.

Fyrirlesarar voru ekki af verri endanum.  Þeir voru Jón Snorri Snorrason forstöðumaður MBA námsins, Gylfi Magnússon dósent, Þórhallur Örn Guðlausson dósent, Árelía E. Guðmundsdóttir lektor, Ester Rós Gústavsdóttir verkefnisstjóri MBA námsins, Einar Guðbjartsson dósent og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson dósent.

Eftir fyrirlestrana var boðið upp á fordrykk og síðan yndislegan kvöldverð með öllu tilheyrandi.

Við komum til Reykjavíkur eftir mjög svo ánægjulega ferð um hálf níu og nú bíður okkur lestur á 400 bls. fyrir næsta mánudag.

Menningarnóttin fer fram hjá mér þetta árið.

 


VANN/ UNNU 65 MILLJÓNIR Í LOTTO

Mikið samgleðst ég þeim er unnu stóra pottinn hjá Lotto s.l. laugardag.  Vona ég svo innilega að það sé öryrki eða einhver sem hefur verið efnalítill allt sitt líf.


Komin heim.

Stykkishólmur er fallegur bær á skemmtilegu bæjarstæði með frábæru útsýni yfir Breiðafjörðinn.  Hafði komið síðast í Hólminn sem barn, var því að upplifa staðinn upp á nýtt.

Við komum inn í bæinn í yndislegu veðri og blankalogni.  Öll tjaldstæði voru full og þegar leið á kvöldið fylltist hafnarbakkinn af fólki mest unglingar og tónlistin tók öll völd. 

Ákveðið var að gista ekki á staðnum heldur keyra heim.  Lögreglan stóð vaktina og er við nálguðumst Borgarnes birtist blikkandi lögreglubíll skyndilega í myrkrinu, hvaðan hann kom veit ég ekki, hlýtur að hafa legið í leyni.  Gott mál.  Við stöðvuðum og bóndinn var láta blása og út kom að hann hafði drukkið kók allt kvöldið.  Lögreglan sló á létta strengi og við kvöddumst.  Mikið er ég ánægð með störf lögreglunnar. 

 Eitt var það sem vakti athygli mína er hversu vel merktur vegurinn er yfir Kerlingarskarð þar sem við vorum á ferðinni að nóttu til var frábært að sjá glitstikur þétt settar báðu megin  alla leiðina yfir skarðið.  Frábært hjá Vegagerðinni.


Stykkishólmur here I come.

Jæja, þá er verið að taka sig til og ferðinni er heitið vestur í Stykkishólm á danska daga og njóta þeirra fjölmörgu uppákoma sem svæðið býður upp á.  Í kvöld verður þeirra fræga bryggjuball þar sem maður fær sér snúning nema hvað.  Okkur hjónunum stendur til boða að sofa í tveggja herbergja tjaldvagni sem vinafólk okkar er með.  Ekki vantar huggulegheitin.  Farið er með tvennt  í huga.  Í fyrsta laga að njóta þess að vera á staðnum og í öðru lagi að styrkja bæjarfélagið með því að eyða nokkrum krónum á svæðinu því uppákomur eins og danskir dagar færir bæjarfélaginu þó nokkra búbót.  Með því að heimsækja hinar ýmsu uppákomur út um land er maður að efla efnahag viðkomandi svæðis.

Vona að hann haldist þurr.

 


Hvar eru hugsjónir stjórnmálamanna í Reykjavík?

Einstaklingar fara út í stjórnmál  vegna hugsjóna sinna og til að hafa áhrif til framfara í samfélaginu. Hvar eru hugsjónir stjórnmálamanna í Reykjavík?  Spyr sú sem ekki veit og svari þeir sem til þekkja.


Borgarstjóraefni Frjálslynda flokksins komið fram á sjónarsviðið.

Það hefur ekki farið hátt í fjölmiðlum að stofnað hefur verið Borgarmálafélag Frjálslynda flokksins í Reykjavík og þar með hefur Frjálslyndi flokkurinn stimplað sig inn í reykvísk stjórnmál.  Jón Magnússon þingmaður var kosinn formaður með úrvalsliði sér við hlið í stjórn.

Fjölskylduhjálp Íslands opnar eftir sumarfrí. Sælla er að gefa en að þiggja.

Undanfarna daga hafa konur í Fjölskylduhjálp Íslands staðið á haus við að þrífa, flokka og taka til og vil ég þá sérstaklega nefna þær sómakonur Rögnu og Lillý sem hafa unnið þrekvirki fyrir opnunina og færi ég þeim mínar bestu þakkir fyrir.  Á morgun byrjum við að úthluta matvælum til þeirra sem minna mega sín hér á Íslandi.  Eins og svo oft hefur komið fram þá vinna allir hjá Fjölskylduhjálp Íslands í sjálfboðavinnu og af hugsjón.  Þið sem búið svo vel að eiga matvæli , föt, leikföng og búsáhöld aflögu  þá tökum við á móti alla miðvikudaga frá kl: 13.00 til 17.00 að Eskihlið 2 - 4.

Sælla er að gefa en þiggja.


Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Ágúst 2008
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 72644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband