Sögu skal ég segja.

Nú byrja ég að segja ótrúlega sögu á bloggi mínu sem staðið hefur yfir hátt í fjóra áratugi og stendur enn. Þessum söguþræði hef ég fylgst með s.l. 30 ár. Þið bætið við eins og þið teljið að sagan sé.  Eftir það  kem ég með næsta þráð úr sögunni góðu og svo koll af kolli.  Áhugavert verður að lesa hversu nálægt bloggara komast að veruleikanum.

 

Það var upp úr 1960 að sex barna móðir í austurbænum varð ekkja.  Þrjú elstu börnin voru farin að heiman og ekkjan því ein með þrjú börn.  Ekkjan sem ég kalla hér Ásdísi og maður hennar höfðu verið þokkalega stæð á þess tíma mælikvarða, áttu sína blokkaríbúð og eftirlét hinn látni eiginmaður hennar atvinnutæki  sem hann hafði unnið með í áraraðir. 

Nokkrum árum síðar varð maður í vegi hennar og  feldu þau hugi saman.  Manninn kalla ég Krissa Guð.  Hann hafði skilið við konu sína sem var mikil drykkjukona og áttu þau þrjú börn.  Ekki  leið á löngu þar til Krissi Guð flutti inn á sex barna ekkjuna í austurbænum.  Það sem Krissi Guð kom með í búið var eldgömul Cortína sem var að því komin að hrynja en aðrar eigur hans komust fyrir í einum plastpoka.

Þá átti Krissi Guð hlut í fyrirtæki sem hann starfaði við og ég kalla hér Djússalan h.f. en á þessum tíma stóð Djússalan mjög höllum fæti, nánast gjaldþrota. 

 

Nú eigið þið næsta leik.


Bloggfærslur 24. nóvember 2007

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband