Flateyri í sárum.

Ég sit enn og aftur gáttuð  yfir því sem á sér stað í okkar litla landi Íslandi.  Hvernig getur þjóðn setið hjá varðandi þá atburði sem eiga sér nú stað á Flateyri?  Erum við öll orðin dofin fyrir þessu.  Nú eigum við að gera þá kröfu á hendur eigenda Kambs á Flateyri að þeir gefi upp hver skuldastaðan hjá þeim er í dag og hvert total söluverð verður.  Það er ekki hægt að líða það að menn fari með þjóðarauðinn í vasanum og skilji heillt byggðarlag á sárum.  Það á ekki að eiga sér stað að þeir fari með þúsundir milljóna í vasanum og fari síðan í greifaleik.  Nei takk.  Ég gæti sætt mig við að þeir fengju þokkalega fjárupphæð sem dygði þeim til dauðadags en ekki krónu meira.  Mest allur söluhagnaðurinn á að renna til Flateyrar. Þegar upplýst verður hverjar skuldirnar eru væri athyglisvert að vita í hvað fóru þessir fjármunir. Við eigum nú að safnast saman niður á Austurvöll og mótmæla þessum gjörningi því það er þjóðin sem á fiskinn í sjónum ,því megum við aldrei gleyma.  Þeir sem komu kvótakerfinu á hljóta að fá sting í hjartastað vegna gjörða sinna.


Bloggfærslur 21. maí 2007

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband