10.11.2008 | 15:13
Munum ekki öðlast traust með þessa ríkisstjórn
Ég held að flestum mönnum sé orðið það ljóst að það þýðir ekki að senda núverandi ríkisstjórn út í heim sem fulltrúar þjóðarinnar til að byggja upp trúverðugleika og traust á alþjóðavettvangi. Hvenær sjá þeir ljósið? Úr því sem komið er verður að boða til kosninga. Hvað er forseti Íslands að hugsa?
![]() |
Ráðherrarnir koma af fjöllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2008 | 12:52
Reynt að þagga niður í Frjálslynda flokknum
Það er ótrúlegt að upplifa þá þöggun sem Frjálslyndi flokkurinn þarf að líða hjá fjölmiðlum hér á landi. Hvar er lýðræðið? Nýjasta dæmið er í Mannamáli s.l. sunnudagskvöld þar sem fjallað var um stjórnmálaflokkana en ekki minnst einu orði á Frjálslynda flokkinn. Þvílík skömm fyrir Stöð 2 og Sigmund Erni umsjónarmann þáttarins. Ég segi, segjum upp áskriftinni að Stöð 2, sjónvarpssöð sem aðhyllist ekki lýðræði.
10.11.2008 | 12:25
Frjálslyndi flokkurinn einn flokka sem
Frjálslyndi flokkurinn er einn flokka sem skipaði fulltrúa í bankaráð út frá faglegum forsendum og hæfni viðkomandi. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur var skipaður í bankaráð fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Ólafur hefur aldrei tengst Frjálslynda flokknum.
Bloggfærslur 10. nóvember 2008
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar