Nú þegar hafa 505 fjölskyldur fengið jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands. Síðasti úthlutunardagur er í dag, gerum ráð fyrir að á þriðja hundruð fjölskyldna leiti eftir jólaaðstoð í dag hjá félaginu.

Yfir 800 fjölskyldur munu fá jólaaðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands fyrir þessi jól.  Fjölskylduhjálp Íslands hefur aðeins örfáar milljónir úr að spila yfir allt árið.  Það hefur verið yndislegt að upplifa hvað þjóðin stendur á bak við starfið.  Fyrirtækin í landinu hafa stutt vel við bakið á okkur í viðleitni sjálfboðaliða við að létta undir með íslenskum fjölskyldum sem búa við kröpp kjör.   Fyrir hver jól hafa nokkrir þingmenn komið að starfinu með því að hjálpa til við jólaúthlutun Fjölskylduhjálpar Íslands. Viljum við sérstaklega þakka DV fyrir góðan stuðning og ber blaðið af öllum fjölmiðlum í landinu fyrir stuðninginn.  Í dag er síðasti úthlutunardagur fyrir jólaaðstoð og erum við vel í stakk búnar og munu allir þeir sem fá sína jólaaðstoð fara frá okkur með bros á vör.  Hjá Fjölskylduhjálp Íslands er úthlutað alla miðvikudaga allt árið vikulegri mataraðstoð til hundruða fjölskyldna.  Þeir sem vilja styðja starfið er bent á bankareikning FÍ sem er 101-26-66090  Kt. 660903-2590.


Bloggfærslur 19. desember 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband