Mótið stefnuna með okkur.

Félagsmálanefnd Frjálslynda flokksins er að störfum þessar vikurnar við að vinna að stefnumálum okkar er varðar Fjölskylduna, börnin og nærþjónustu.  Hverjar eru óskir ykkar í þessum málaflokki.  Látið okkur endilega vita hvað það er sem þið teljið að bæta megi í okkar þjóðfélagi og Frjálslyndi flokkurinn mun gera allt sem hann getur til að uppfylla óskir ykkar.

Með páskakveðjum til ykkar allra,

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Selur maður eignir sínar á hálfvirði?

ÉG fullyrði að enginn vilji selja eignir sínar á hálfvirði.  Það getur ríkið gert í óþökk flestra landsmanna.  Eignir landsmanna á fyrrum varnarsvæði voru seldar á hálfvirði.  Hvernig má það vera að við fólkið í landinu mótmælum ekki slíkum gjörningum?  Að hugsa sér að þar fóru 14 milljarðar í hundskjaft.  Þjóðin hefði getað nýtt þetta fjármagn í að eyða biðlistum barna sem þurfa á greiningu að halda, við hefðum getað aukið löggæsluna á Keflavíkurflugvelli og svona gæti ég lengi talið upp.  Látum ekki bjóða okkur slíka stjórnsýslu.  Mótmælum.

Með páskakveðjum,

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Frjálslyndi flokkur þarf byr undir báða vængi

Nú um stundir ára illa í okkar litla þjóðfélagi og mun svo gera næstu misserin.  Varla er hægt að hugsa þá hugsun til enda þegar fjölskyldur hér á landi lenda í greiðsluþrotum vegna þess ástands sem nú ríkir um stundir.  Eitt er víst að ef Frjálslyndi flokkurinn fær nægilegt fylgi í næstu kosningum hvort sem um er að ræða í kosningum til Alþingis eða til borgar og sveitastjórnar þá mun ég svo sannarlega beita mér fyrir réttri forgangsröðum með útdeilingu fjármagns.  Ég myndi byrja á að skera niður í ríkisapparatinu sem hefur bólgnað út  svo um munar.  Ég myndi líta á Ísland sem fyrirtæki með hagsmuni allra í huga enn ekki fárra útvalinna.  Við sem byggjum Ísland eigum að njóta þeirra efnislegra gæða sem landið býr yfir. 

Með páskakveðjum

Ásgerður Jóna Flosadóttir

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Bloggfærslur 22. mars 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband