Íslenska landsliðið í Íshokký vann Rúmena.

Var að fá símtal  frá Flosrúnu Vöku sem spilar nú með íslenska Íshokký landsliðinu í Rúmeníu.  Stelpurnar okkar unnu Rúmena með 4 mörkum gegn 3 í leiknum sem var að ljúka.  Glæsilegt hjá þeim.

Íslenska páskalambið það besta í heimi.

Nú var að ljúka árlegu páskaboði fyrir fjölskylduna hjá mér og hvað haldið þið að hafi verið á boðstólnum. Nú enn ekki hvað, að sjálfsögðu íslenskt gæða páskalamb með bearnessósu.  Ég er snillingur í að matreiða íslenska lambið svo ég segi nú sjálf frá.  Ég hugsa um lambakjötið í viku áður enn ég matreiði það.  Kaupi það frosið eða ófrosið, læt það vera til skiptis á eldhúsborðinu eða í ísskápnum í um vikutíma.  Steiki það síðan í ofni og út kemur mjúkt lambið með ólýsanlegu bragði.  Bóndinn er afbrags sósumeistari og gerði þessa ekta fínu bearnessósu, þá er ég ekki að tala um eitthvað pakkadrasl heldur sósa unnin frá grunni.  Hversu holl sósan er læt ég liggja milli hluta en nokkrum sinnum á ári gerir engum illt

Það er eins gott að svona veislumatur sé sjaldan á borðum, nú tekur við brauð og vatn næstu daganna þar til ég sættist við vigtina.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Er þjóðin að eignast bankana aftur?

Það skyldi þó aldrei vera að þjóðin eignaðist bankana aftur eftir alla þá jarðskjálfta sem gengið hafa yfir fjármálmarkaðinn undan farið.  Hvað nánasta framtíð ber í skauti sér, veit enginn.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Prinsessan að koma heim.

Yndislega prinsessan mín  Flosrún Vaka 23 ára dóttir min kemur brátt heim til Íslands eftir ævintýralega tveggja ára dvöl í Danmörku.  Þessa stundina er hún að keppa með íslenska landsliðinu í Íshokky í Rúmeníu og rétt í þessu heyrði ég í henni símleiðis þar sem íslenska landsliðið var að gera sig klárt fyrir fyrsta leikinn á mótinu.  Eftir dvölina í Rúmeníu heldur hún til Danmerkur og þaðan fer hún með danska liðinu Herlev í keppnisferð til Parísar. Hún varð danskur meistari með Herlev  annað árið í röð nú í mars.  Nú kemur hún heim í maí og mun hefja háskólanám  í haust.

Mars2008 019

Mikið má maður vera þakklátur fyrir að eiga heilbrigð og góð börn

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Bloggfærslur 23. mars 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband