Íslenska Kvennalandsliðið í Íshokkí var að vinna sigur á Tyrkjum í Rúmeníu.

Rétt í þessu var að ljúka leikur á milli íslenska Kvennalandsliðsins í Íshokkí og þess tyrkneska.  Okkar stúlkur unnu glæsilega með 9 mörkum gegn O.  Stelpurnar okkar í Íshokkí standa sig frábærlega.

Áfram stelpur.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Nýr framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins?

Las á blogginu um daginn að búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Þar sem undirrituð situr í Miðstjórn flokksins kom þetta mér spánskt fyrir sjónir, þar sem ekkert hefur verið rætt um slíka stöðu á fundum Miðstjórnar.  Engar slíkar fréttir hafa birst á heimasíðu flokksins varðandi umrædda ráðningu. Hitt er annað mál að nýverið heyrði ég að búið væri að ráða starfsmann á vegum kjördæmafélaganna í Reykjavík í tvo klukkutíma hvern virkan dag með aðstöðu í félagsheimili okkar að Skúlatúni 4 í Reykjavík.  Mér er mjög umhugað um að lýðræðisleg vinnubrögð  séu hvarvetna í heiðri höfð.  Mér vitanlega er það Magnús Reynir Guðmundsson sem er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

 


Lífssaga Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur

Fyrir utan að lesa lagaskruddurnar mínar um páskana hef ég verið að lesa sögu merkilegrar baráttukonu, hún heitir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona og verkalýðsforingi.  Þetta er mögnuð ævisaga konu sem elst upp við ótrúlegt basl og fátækt kreppuáranna, eignast börn og þarf að sjá á bak þeim, á við veikindi að stríða, er í vonlitlu hjónabandi og er ótrúlega óheppin á margan annan hátt.  Hún spratt fram á kvennafrídaginn 1975 með kröftugri ræðu á útifundinum á Lækjartorgi og varð eins konar samnefnari tugþúsunda kvenna sem vildu berjast fyrir jafnrétti og réttlæti.  Þetta er góð lesning fyrir alla.   Við höfum konur í nútímanum sem berjast fyrir jafnrétti en hvar er fólkið á Íslandi sem vill berjast fyrir réttlæti í okkar þjóðfélagi í dag?

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Við vorum úthrópuð.

Við í Frjálslynda flokknum vildum fyrir síðustu kosningar að allir þeir sem óskuðu eftir að koma til landsins til starfa og til langframa sýndu sakavottorð, við vildum að aðbúnaður væri góður og laun þeirra yrðu markaðslaun og að þessu fólki væri hjálpað við að aðlagast íslensku þjóðfélagi.  Við vorum úthrópuð Rasistar.  Nú súpum við seiðið af þessum tvískinnungi.  Ég hvet alla til að kynna sér stefnuskrá Frjálslynda flokksins.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

formaður Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum.


Bloggfærslur 24. mars 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband