26.3.2008 | 19:12
Sjálfstæðismenn hvers vegna?
Hvernig má það vera að flokkur sem hefur sitt slagorð BÁKNIÐ BURT í áratugi láti það viðgangast að byggja undir BÁKNIÐ. Nú hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um hvorki meira né minna en um 3000 manns. Hvað er í gangi hjá flokknum? Ég bara spyr?
26.3.2008 | 12:32
Spæld út í sjálfa mig.
Ég eignaðist góðan vin frá Indlandi fyrir þremur árum er hann dvaldi hér um vikutíma á ferð sinni um Norðurlöndin og Evrópu sem hann gerir oft. Höfum verið í netsambandi síðan auk þess sem hann hefur aðstoðað mig á margan hátt. þar sem ég er ákaflega stolt af landinu mínu ákvað ég að gefa þessum vini mínum eitthvað fallegt um Ísland. Þegar ég var í Delhi á Indlandi í október á síðasta ári sendi ég þessum vini mínum, sem býr í Kerala en Kerala er mjög langt frá Delhi, disk með upplýsingum um Ísland í máli og myndum. Þeir á hótelinu spurðu mig hvort ég vildi senda pakkann heim að húsi með sérstakri afgreiðslu. Ég sagði neiii neiii sendi þetta bara venjulega. Vinur minn beið spenntur en aldrei kom pakkinn. Vinur minn spurði mig hvernig ég hefði sent pakkann? Nú ég sagði honum það. Hann sagði að maður ætti alltaf að nýta sér sérstaka afgreiðslu beint að dyrum. Man þetta næst.
kkv.
26.3.2008 | 11:23
Fjölskylduhjáp Íslands í dag.
Í gær fór ég yfir það hvað við gætum úthlutað í dag miðvikudag. Talaði við Leif hjá Kjarnafæði og gerði góð kaup á 140 kg af kjötfarsi. Hafði athugað annan möguleika sem reyndist of dýr. Hringdi í MS og pantaði mjólkina og vonandi eiga þeir eitthvað auka sem þeir senda okkur að kostnaðarlausu. Myllan sendir okkur alltaf brauð og svo gefur Bakarameistarinn okkur mikið magn af sinni framleiðslu vikulega. Vonandi fáum við eitthvað grænmeti en það er víst eitthvað lítið um það á þessum árstíma. Vitum aldrei hversu margir þurfa á aðstoð. Geng inn í daginn bjartsýn eins og venjulega.
kkv
Bloggfærslur 26. mars 2008
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar