Á blaðinu stóð 1.725.000 krónur.

Eins og alla miðvikudaga var úthlutun á matvælum  hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  Eitt stakk mig beint í hjartastað er kona ein bað um viðtal við mig sem og hún fékk eins og allir sem óska þess.  Kona þessi er einstæður öryrki með tvö börn.  Ég hitti konu þessa sem stóð hágrátandi með 7 ára dóttur  sína sér við hlið og hélt á blaði  sem hún sýndi mér.  Þessi kona hefur ekki getað farið til tannlæknis í mörg ár sökum fátæktar.  Afleiðingarnar eru þær að hún á erfitt með að borða sökum þess hversu tennur hennar eru ill farnar.  Á blaðinu  sem var áætlun frá tannlækni stóð talan 1.725.000 krónur.  Konan hágrét fyrir framan mig og spurði hvort við gætum hjálpað henni.  Hvað er hægt að gera í stöðu sem þessari?  Því miður höfum við ekki fjármagn til hjálpar við slíkar aðstæður.  Svona er Ísland í dag.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður

Fjölskylduhjálpar Íslands


Bloggfærslur 7. mars 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband