Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fór á kostum.

Mikill undirbúningur var fyrir fyrsta súpufund Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum sem haldinn var í gær í félagsheimili flokksins að Skúlatúni 4.  Við konurnar löguðum guðdómlega góða súpu og buðum upp á heimabakaðar brauðbollur. 

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur talaði fyrir fullu húsi fundagesta og fór á kostum.  Hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Guðmundur sé ekki fenginn í Seðlabankann og taki við stjórninni þar.  Hann býr yfir þvílíkum fróðleik í hagfræði ,er sjálfsagt einn af okkar bestu hagfræðingum landsins.  Góður rómur var gerður af framsögu hans á fundinum og færri komust að en vildu með fyrirspurnir.

Ég vil endilega vekja athygli á því að fundur hjá Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum er fyrir bæði konur og karla.  Á þessum súpufundum okkar er rædd pólitík og ekkert annað og því hentar það báðum kynjum. Misskilnings hefur gætt að fundir okkar séu bara fyrir konur en svo er alls ekki.  Næsti  súpufundur verður 26. april sem er laugardagur og hefst fundurinn stundvíslega kl. 12.00.

Helgin átti nú öll að fara í lestur fyrir próf sem ég fer í á mánudaginn í fjölskyldu og erfðarrétti en leyfði mér nú samt að fara í Borgarleikhúsið í gærkveldi og sá hina frábæra sýningu  Jesus christ superstar.  Þar voru í hlutverkum frábærir söngvarar en sá söngvari sem skar sig úr var Jens Ólafsson sem fór með hlutverk Júdasar.

En þá er best að snúa sér að skruddunum.

kkv.


Bloggfærslur 13. apríl 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 72645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband