120 fjölskyldur þáðu aðstoð í dag.

Nú er dagur að kvöldi og hjálparliðar komnir heim til síns heima sáttir í hjarta sínu eftir góðan dag hjá Fjölskylduhjálp  Íslands.  Í dag úthlutuðum við matvælum til 120 fjölskyldna.  Hver fjölskylda fékk allt upp í 6 matarpoka  en að meðaltali eru pokarnir á milli 4 og 5 pokar á fjölskyldu.  Við úthlutuðum hátt í 200 kílóum af slátri og lifrapylsu.  Mikið úrval var af matvælum hjá okkur í dag og fóru allir skjólstæðingar ánægðir út frá okkur.  Útlendingum hefur fjölgað mikið meðal þeirra er leita aðstoðar, auk þess  sem karlar sækja í auknu mæli eftir aðstoð hjá okkur og eru þeir orðnir álíka margir og konurnar.  Þá kom fólk til okkar sem synjað hafði verið um lyfjastyrk hjá öðrum hjálparsamtökum en sem betur fer erum við með lyfjasjóð  og getum því hjálpað þegar þannig stendur á hjá skjólstæðingum okkur.

Hjartans þakkir til íslenskra fyrirtækja fyrir aðstoðina.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Komið með fötin, leikföngin og búsáhöldin til okkar.

Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar fatnaði alla miðvikudaga. Tökum á móti notuðum hreinum fatnaði á alla aldurs hópa.  Þið sem eigið notuð föt, búsáhöld og leikföng og viljið losna við þau, vinsamlegast komið með þau til okkar.  Tökum á móti alla miðvikudag frá kl. 13.00 til 17.00 að Eskihlíð 2 - 4. Reykjavík.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Slátur og lifrapylsa.

Nú er undirbúningur á fullu fyrir úthlutun hjá Fjölskylduhjálp Íslands sem er í dag miðvikudag eins og alltaf.  Við er mjög lukkulegar með okkur þessa stundina því í dag úthlutum við slátri og lifrapylsu sem er frábær matur.  Náði góðum díl við einn framleiðanda hér á landi.  Þá verður jógúrt og önnur mjólkurvara auk brauðmetis  á boðstólnum í dag.  þá úthlutum við kaffi einu sinni í mánuði en kaffið kaupum við einnig.  Það er yndislegt að úthluta góðum og hollum mat.

kkv

Ásgerður Jóna Flosadóttir


Bloggfærslur 16. apríl 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 72645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband