Árangursmæling.

Ég á það til að fylgjast með umræðum á Alþingi Íslendinga þar sem ég er mikill áhugamaður um stjórnmál.  Nú er klukkan að verða 12 á miðnætti og Alþingi enn að störfum.  Hvernig væri nú að árangursmæla það sem fram fer á þinginu?

Athyglisverð frétt í Klippt og skorið á bls.15 í 24 Stundum í dag.

Alltaf verður maður nú jafn hissa.  Ég sit í aðalstjórn KRFÍ og verið boðuð á einn slíkan fund frá því ég kom inn í stjórnina á síðasta ári fyrir hönd Frjálslynda flokksins.  Aðalfundur KRFÍ var haldinn 15. april s.l. kl. 17.00.  Mætti ég á tímanlega á fundinn og hlakkaði til þessa fundar þar sem ég er ný og þetta minn fyrsti aðalfundur hjá KRFÍ.  Ég mætti ein til fundarins og sat fundinn til kl. 18.50 en þá yfirgaf ég fundinn hljóðlega, til að trufla nú ekki athygli fundarmanna ,vegna fundar sem ég átti að mæta á kl. 19.00 í Skúlatúni 4 á vegum Frjálslynda flokksins.

Þessi frétt er með ólíkingum sem birt er í 24 stundum í dag fimmtudag 17. april sem ég ætla að leiðrétta. Mér skilst að þessi frétt hafi flogið út um allan bæ í gær, ekki frétti ég hana.  En getur það verið að konur séu konum versta.  Hverjum er það til tekna að búa til slíkar sögur og breiða þær úr. Góð spurning ekki satt, en ég ætla ekki að reyna að svar henni.

1.  Í fyrsta lagi var þess hvergi getið í fundarboði um aðalfundinn að skipta ætti um formann og varaformann.

2.  Undirrituð las um það í fjölmiðlum daginn eftir aðalfundinn að Margrét Sverrisdóttir hefði verið kosin formaður KRFÍ og ekkert nema gott um það að segja.

3.  Hvergi auglýsti KRFÍ mér vitanlega eftir konum sem gæfu kost á sér í kjöri til formanns né varaformanns.

Þannig að fréttin um að ég sæktist eftir formennsku í KRFÍ eru úr lausu lofti gripnar því ef fólk ætlar að gefa kost á sér í slíkt embætti þarf að auglýsa slík framboð.  Í dag get ég bara ekki bætt á mig fleiri blómum til þess þyrfti ég fleiri klukkutíma í sólarhringinn.

Ef ég hefði vitað að skipta ætti um formann og varaformann sem ég vissi ekki um en gefum okkur að ég hafi  haft í huga að bjóða mig fram til formanns hjá KRFÍ þá þarf að undirbúa slíkt framboð mjög vel.

Ef Margrét hefur smalað á fundinn gekk sú smölun mjög illa því þessi fundur var með afbrigðum fámennur.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

 


Bloggfærslur 17. apríl 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 72645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband