Rauðmagaveisla Frjálslynda flokksins í Grindavík.

Minni á að í  kvöld verður haldin rauðmagaveisla á vegum Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Grindavík og hefst kl. 19.00. Þátttaka tilkynnist í síma 895-7237. Gestum verður boðið upp á rauðmaga, þorsk, rauðsprettu og skötusel að kostnaðarlausu.  Félagar og aðrir áhugamenn um stefnu Frjálslynda flokksins hjartanlega velkomnir.

kkv.


Líflegt í Frjálslynda flokknum,frítt í rauðmagapartý.

Þeir sem fylgjast daglega með heimasíða Frjálslynda flokksins sjá að mikið líf og starf er í grasrót flokksins.  Föstudaginn 18. april verður glæsileg samkoma haldin á vegum flokksins í Grindavík. Þá verður haldið rauðmagapartý á vegum Bæjarmálafélags Frjálslynda flokkisns á staðnum.  Veislustjóri verður Magnús Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins sem mun auk þess sjá um harmonikkuspil. Nú er tækifæri til að smakka  á hinum ýmsu tegundum sjávarafurða.  Boðið verður upp á að smakka rauðmaga, þrjár tegundir af þorskréttum, rauðsprettu og skötuseli.  Úrvals kokkar á svæðinu munu matreiða sjávaraflann eftir sínu höfði.  Samsætið verður í húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjörns Seljabót 10 í Grindavík.  Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 

Með rauðmagakveðju


Bloggfærslur 18. apríl 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 72645

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband