18.4.2008 | 13:57
Rauðmagaveisla Frjálslynda flokksins í Grindavík.
Minni á að í kvöld verður haldin rauðmagaveisla á vegum Bæjarmálafélags Frjálslynda flokksins í Grindavík og hefst kl. 19.00. Þátttaka tilkynnist í síma 895-7237. Gestum verður boðið upp á rauðmaga, þorsk, rauðsprettu og skötusel að kostnaðarlausu. Félagar og aðrir áhugamenn um stefnu Frjálslynda flokksins hjartanlega velkomnir.
kkv.
18.4.2008 | 00:03
Líflegt í Frjálslynda flokknum,frítt í rauðmagapartý.
Þeir sem fylgjast daglega með heimasíða Frjálslynda flokksins sjá að mikið líf og starf er í grasrót flokksins. Föstudaginn 18. april verður glæsileg samkoma haldin á vegum flokksins í Grindavík. Þá verður haldið rauðmagapartý á vegum Bæjarmálafélags Frjálslynda flokkisns á staðnum. Veislustjóri verður Magnús Reynir Guðmundsson framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins sem mun auk þess sjá um harmonikkuspil. Nú er tækifæri til að smakka á hinum ýmsu tegundum sjávarafurða. Boðið verður upp á að smakka rauðmaga, þrjár tegundir af þorskréttum, rauðsprettu og skötuseli. Úrvals kokkar á svæðinu munu matreiða sjávaraflann eftir sínu höfði. Samsætið verður í húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjörns Seljabót 10 í Grindavík. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Með rauðmagakveðju
Bloggfærslur 18. apríl 2008
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 72645
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar