Súpufundur Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á morgun laugardag kl. 12.00

Ingibjörg Þórðardóttir formaður Félags fasteignasala verður ræðumaður á súpufundi Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum á morgun laugardaginn 3. maí kl. 12.00 í húsakynnum flokksins að Skúlatúni 4 II hæð.  Mun Ingibjörg ræða fasteigna og lánamarkaðinn í dag og horfurnar framundan.  Boðið verður upp á heimalagaða súpu og heimabakað brauð fyrir 500 krónur.  Komið og fræðist um mál málanna í dag.

90 til 100.000 fyrir hvert barn.

Ég hef alltaf verið talsmaður heimgreiðslna.  Viljum við standa undir því að vera velferðarþjóðfélag?  Viljum við bera af þjóðum heims. Við vitum að skortur er á dagvistarrýmum fyrir börn, en hvað er til ráða?  Við á Íslandi getum leyst þetta vandamál með einu pennastriki ef vilji er fyrir hendi.  Við eigum að greiða foreldri með hverju barni þá upphæð sem hvert barn kosta við rekstur leikskóla á hvert barn sem í dag eru um 100.000 krónur á mánuði.  Hugsið ykkur hversu þjóðlífið yrði óstressaðra, heimilin í meira jafnvægi, börnin yfirveguð og án lyfja, færri skilnaðir, minni bílaumferð, minni mengun.  Að mínu mati tel ég það vera ábyrgðarhluti að ala barn í þennan heim.  Við fullorðna fólkið verðum að bera ábyrgð svo ég tali nú ekki um stjórnmálamenn.  Hugsið ykkur foreldra með þrjú ung börn ef þeim gæfist kostur á að vera heima hjá börnum sínum fyrstu þrjú árin gegn greiðslu.  Viðkomandi fjölskylda fengi um 300.000 krónur á mánuði mínus skatta.  Þá fyrst getum við talað um velferðarþjóðfélag, fyrr ekki. 

Bloggfærslur 2. maí 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 72644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband