6.5.2008 | 11:02
Frá formanni Landssambands Kvenna í Frjálslynda flokknum
Við konurnar sjáum ansi oft um innkaupin fyrir heimilin í landinu. Gerum nú átak í að reyna að útrýma vöruskiptahallanum með því að kaupa íslenskar vörur, gerum átak í að draga saman seglin eins og kostur er. Reynum að fresta ýmsum nauðsynlegum innkaupum. Reynum hvað við getum okkur öllum til hagsbóta.
6.5.2008 | 10:25
Til foreldra og forráðamanna veggjakrotara
Ég hvet foreldra og forráðamenn barna og unglinga að kanna hvort spraybrúsar finnist í fórum þeirra. Er málning á fatnaði eða á höndum barnanna. Vinsamleg tilmæli til foreldra og forráðamanna, hafið augun opin fyrir því hvað börnin ykkar og unglingar eru að gera. Undirrituð býr í Vesturbænum og þar er stöðugt verið að mála yfir veggjakrot.
Bloggfærslur 6. maí 2008
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 72645
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar