Harðorð ályktun frá LKF venga viðbragða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar

 

Stjórn Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum hefur sent frá sér mjög harðorða ályktun vegna viðbragða ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um kvótakerfið. Stjórn LKF eggjar þingflokkinn til að senda ályktunina til mannréttindanefndarinnar. Ályktunin er eftirfarandi...

Stjórn Landsambans kvenna í Frjálslynda flokknum tekur undir ályktun þingflokks Frjálslynda flokksins um afstöðu ríkisstjórnar Íslands um að hundsa álit Mannréttinda nefndar Sameinuðu þjóðanna.
Við stjórnarkonur í Landsambandi kvenna í Frjálslynda flokknum mótmælum harðlega því ofbeldi og mannréttindabrotum sem íslensk stjórnvöld beita gagnvart þegnum sínum í íslenskum sjávarútvegi.  Við mótmælum þeirri stefnu og siðleysi ríkisstjórnarflokkanna að halda áfram um ókomna tíð þessum mannréttindabrotum, og að viðhalda þessu valdnýdda kvótakerfi, sem virðist vera  stefna ríkisstjórnar Íslands.
Hroki og virðingarleysi fyrir almennum mannréttindum er með algjörum eindæmum í nútíma þjóðfélagi þar sem mannréttindi eiga að vera í heiðri höfð.
Okkur ofbýður þessi valdnýðsla stjórnvalda í garð sjómanna og heilu byggðalaganna sem urðu fyrir þessum mannréttinda skerðingum, að þeim sé meinað um rétt sinn til lífsviðurværis.

Við skorum á þingflokk Frjálslynda flokksins að senda þessa ályktun til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þýdda af lögbundnum skjalaþýðenda.  Einnig skorum við á þingflokkinn að senda ályktunina til allra erlendra frétta stofa svo sem Reuters.com, CNN BBC News Fox News og annarra vestrænna fréttastofa auk fjölmiðla á Norðurlöndum, sem hafa í heiðri mannréttindi.
Við bendum flokksforystunni á að konur í Frjálslynda flokknum eru ekki síður með pólitíst nef, en karlarnir og væntum þess að tillit sé tekið til okkar skoðana og óska í þessu máli sem og öðrum

 

 

Fyrir hönd stjórnar Landsambands kvenna í Frjálslynda flokknum

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður
Hanna Birna Jóhannsdóttir varaformaður
Guðrún María Óskarsdóttir ritari
Ásthildur Cesil Þórðardóttir stjórnarmaður
Ragnheiður Ólafsdóttir stjórnarmaður.

 

 


Bloggfærslur 13. júní 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 72644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband