Farin til Fáskrúðsfjarðar

Franskir dagar eru nú haldnir í 13 skiptið á Fáskrúðsfirði og þetta er í fyrsta skipti sem ég mæti þó að á sjötta og sjöunda áratugnum bjuggu ættingjar mínir í öðru hverju húsi í plássinu.  Franskir dagar eru gríðarlega stór og metnaðarfull menningarveisla og er það mikillar til fyrirmyndar hversu öflug dagskráin verður alla helgina. Mikið á ég góðar minningar frá dvöl minni á Eyri en þar var ég í sveit á sumrin frá 9 ára til 11 ára aldurs.  Eftir að komið er á þann aldur var alveg glatað að fara í sveit.  Á Eyri bjuggu þrjú systkini föðurömmu minna ógift og barnlaus þar sem dekrað var við mig á alla kanta.  Í minningunni var alltaf sumar og sól.  Á þeim tíma var fólk kennt við hús sín, Maggi í Bæ, Odda á Holti, Margeir í Félagsgarði og Óskar í Rúst.  Nú er þetta allt breytt.  Eftir dvöl mína á Fáskrúðsfirði fór maður af og til í sveit til móðurömmu minnar að Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi.  Nú er tímarnir aðrir því nú þarf að borga fyrir sveitapláss fyrir borgarbörnin.  Ég ætla að leggja af stað upp úr klukkan 4 í nótt því það tekur um 10 tíma að keyra til Fáskrúðsfjarðar þar sem 20 stiga hiti var fyrr í dag.

Að hugsa sér.

Brá mér í tvær vikur á sólarströnd og fylgdist einungis með erlendum fréttastöðvum þar sem heimurinn er allur undir.  Þá kom upp í huga mér hvernig er hægt að klúðra samfélagi manna sem telur rúmlega 300.000 einstaklinga.  Eitthvað mikið er að hjá íslenskum stjórnmálamönnum og þjóðinni allri sem kýs sömu flokkana áratugum saman.  Þegar horft er til Íslands úr fjarlægð verður maður þess áskynja hversu við sem byggjum Ísland erum orðin dofin fyrir því mikla stjórnleysi og sukki sem þrífst í landi okkar.  Sá sem stjórnaði fyrirtæki  í USA með 300.000 starfsmönnum á svipaðan hátt og stjórnmálamenn á Íslandi stjórna efnahagsmálum hér væri sá hinn sami löngu búinn að taka pokann sinn með skömm.

Að geta ekki stjórnað svona litlu samfélagi og Ísland er segir allt sem segja þarf.

Að hugsa sér hvernig komið er fyrir íslensku þjóðarbúi.  Húsin brenna og brunaliðið fer í frí.


Bloggfærslur 24. júlí 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 72644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband