VANN/ UNNU 65 MILLJÓNIR Í LOTTO

Mikið samgleðst ég þeim er unnu stóra pottinn hjá Lotto s.l. laugardag.  Vona ég svo innilega að það sé öryrki eða einhver sem hefur verið efnalítill allt sitt líf.


Komin heim.

Stykkishólmur er fallegur bær á skemmtilegu bæjarstæði með frábæru útsýni yfir Breiðafjörðinn.  Hafði komið síðast í Hólminn sem barn, var því að upplifa staðinn upp á nýtt.

Við komum inn í bæinn í yndislegu veðri og blankalogni.  Öll tjaldstæði voru full og þegar leið á kvöldið fylltist hafnarbakkinn af fólki mest unglingar og tónlistin tók öll völd. 

Ákveðið var að gista ekki á staðnum heldur keyra heim.  Lögreglan stóð vaktina og er við nálguðumst Borgarnes birtist blikkandi lögreglubíll skyndilega í myrkrinu, hvaðan hann kom veit ég ekki, hlýtur að hafa legið í leyni.  Gott mál.  Við stöðvuðum og bóndinn var láta blása og út kom að hann hafði drukkið kók allt kvöldið.  Lögreglan sló á létta strengi og við kvöddumst.  Mikið er ég ánægð með störf lögreglunnar. 

 Eitt var það sem vakti athygli mína er hversu vel merktur vegurinn er yfir Kerlingarskarð þar sem við vorum á ferðinni að nóttu til var frábært að sjá glitstikur þétt settar báðu megin  alla leiðina yfir skarðið.  Frábært hjá Vegagerðinni.


Bloggfærslur 17. ágúst 2008

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 72644

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband