Hvers vegna Stykkishólmur?

Opið bréf til Guðjóns Arnars Krisjánssonar formanns Frjálslynda flokksins.Frjálslyndi flokkurinn átti 10 ára afmæli s.l. haust. Flokkurinn fékk tvo menn á þing fyrir 10 árum og árið 2003 og 2007 fjóra þingmenn kjörna. Samt sem áður er flokkurinn í dag með 1.5% fylgi í könnunum.  Hvernig má það vera spyrja margir? Stefnuskrá flokksins er framsækin fyrir land og þjóð
  • Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um frelsi einstaklingsins, lýðræði og mannréttindi.
  • Frjálslyndi fllokkurinn vill kvótann aftur til þjóðarinnar.
  • Frjálslyndi fllokkurinn vill gera landið að einu kjördæmi.
  • Frjálslyndi flokkurinn vill afnema verðtrygginguna.
  • Frjálslyndi flokkurinn vill standa vörð um íslenskan landbúnað.
Það virðist sem forysta fokksins skorti áhuga á að stækka flokkinn, efla innra starf flokksins og hleypa nýju fólki að. Það liggur ljóHvernig bregst forystan við nýju framboðunum? Jú, hún ákveður að flýja til fjalla með þingið. Það þarf ekki flokksmenn til að sjá að hér er verið að hindra endurnýjun á forystu flokksins. Landsþing í Stykkishólmi á kosningaári, þýðir minni aðsókn, og minni athygli. Allt virðist helst miðast við að engin endurnýjun verði og sömu menn haldi um valdataumana í flokknum, hvað sem það kostar. Hvað veldur ? Ósk um póstkosningu meðal flokksmanna um kjör í embætti flokksins fékk dræmar undirtektir en sú ósk var sett fram í ljósi þess að fjöldi félaga í flokknum hafði látið í ljósi andstöðu sína við staðsetningu þingsins.  Hvað veldur Guðjón Arnar að engin í forystunni sér né hlustar á kall flokksmanna um breytingar? Þýðir eitthvað að safna undirskriftum Guðjón Arnar ? Við viljum sjá Frjálslynda flokkinn opinn og lýðræðislegan flokk þar sem hver getur nýtt sinn lýðræðislega rétt sem flokksmaður í stjórnmálaflokki.  Guðjón Arnar, hver er þín sýn á hið nýja Ísland?                         

Ég ann landsbyggðinni frá mínum innstu hjartarótum

Sæll Ingólfur Ásgeir, er ekki allt í góðum gír hjá Íslandshreyfingunni?  Mér þykir ákaflega vænt um landsbyggðina enda snýst þetta ekkert um það eins og þú veist mæta vel.  Til að upplýsa þig þá er ég ættuð frá Fáskrúðsfirði í föður ætt og frá Lýsudal í Staðarsveit á Snæfellsnesi í móður ætt. Hér snýst málið um lýðræði.  Það væri ákaflega gaman að halda landsþing í Stykkishólmi  sem er yndislegur staður sem ég þekki mæta vel, en ekki á kosningaári.  Svo einfalt er það.


mbl.is Gagnrýna flokksforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2009

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband