Sigurður Einarsson í Kaupþingi harmar upplýsingaflæði frá bönkunm. Þjóðin má ekki vita um spillinguna. Við íslendingar krefjumst að allar lánabækur bankanna verði strax gerðar opinberar.

Sigurður Einarsson Kaupþingsmaður er ekki hress með þær upplýsingar sem þjóðinni hefur borist til eyrna.  Við íslendingar förum fram á að lánabækur bankanna verið gerðar opinberar.  Snekkja Bakkabræðra verði tekin  nú þegar eignarnámi og eldri borgurum þessa lands verði boðið í einnar sæluviku dvalar í senn í lúxussnekkjunni. Eldri borgarar þessa lands eiga það svo sannarlega skilið.

Við getum látið stjórnmálamenn axla ábyrgð.

Við íslendingar búum við lýðræði, svolítið skekkt lýðræði en lýðræði þó.  það er í höndum okkar kjósenda hverjir munu vinna fyrir okkur eftir næstu kosningar.  Gerum breytingar, breytingar er nauðsynlegar aldrei sem fyrr.  Sýnum afkomendum okkar að við getum breytt Íslandi.  Eru það trúarbrögð að kjósa Sjálfstæðisflokkinn?  Nei því vil ég ekki trúa.  Við þurfum ríkisstjórn sem hugsar um fólkið sitt, hag þess og velsæld.  Það er eins og í lygasögu hversu mikil spilling er á Íslandi.  Pappírstætara eru við það að brenna yfir og telja þeir sem til þekkja að mikið af gögnum er varða hrunið hér á landi hafi verið eytt.  Viljum við búa afkomendum okkar óspillta stjórnmálaframtíð?

Hvar í veröldinni geta stjórnarþingmenn viðurkennt að hafa sofið á verðinum og þjóðin kýs þá aftur?

Ágætir Íslendingar, jú þetta er blákaldur veruleikinn á Íslandi.  Stór hluti þjóðarinnar hefur misst og er að missa sparifé sitt vegna þess að stjórnarfulltrúar okkar á Alþingi íslendinga sváfu á verðinum.  Við kjósum yfir okkur sama fólkið aftur og aftur.  Hvers vegna skyldum við haga okkur á þennan hátt?  Þetta atferli okkar væri gott félagsfræðilegt rannsóknarverkefni og ekki yrði ég hissa ef  erlendir mannfræðingar hefðu áhuga á okkar hátterni.  Er undirlægjuhátturinn svona sterkur hjá þjóðinni? Viljum við láta ganga yfir okkur á skítugum skónum aftur og aftur og aftur?  Hér biðjast menn bara afsökunar á því að hafa komið heilu samfélagi á hliðina og halda svo áfram eins og ekkert  hafi í skorist.  Við erum skrítin þjóð, íslendingar. 

Bloggfærslur 8. mars 2009

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband