Áskorun til Bjarna Benediktssonar, íslensk fyrirtæki til mikillar fyrirmyndar.

Ég vil leggja það til við Bjarna Benediktsson formanns Sjálfstæðisflokksins að hann leggi þessar 55 milljónir til Fjölskylduhjálpar Íslands í stað þess að skila þessum fjármunum sem munu bara lenda í lögfræðihítina í kringum þessi tvö fyrirtæki.  Í dag var úthlutað matvælum til yfir 350 fátækra fjölskyldna sem leituðu til Fjölskylduhjálpar íslands.  Að fá þessar 55 milljónir til að hjálpar íslenskum fjölskyldum næstu 4 árin væri góðverk að hálfu  Sjálfstæðisflokksins.  Ég býð fyrir hönd okkar 25 sjálboðaliða Bjarna Benediktssyni í heimsókn til okkar næsta miðvikudag og upplifa þá miklu eymd sem ríkir hjá allt of mörgum íslenskum heimilum í dag, hvort sem um er að ræða fjölskyldur á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni.  Fjölskylduhjálp Íslands upplifir mikinn hlýhug frá íslenskum fyrirtækjum enda væri ekki hægt að hjálpa slíkum fjölda fjölskyldna nema fyrir þeirra tilstilli fyrirtækjanna.  Bestu þakkir til ykkar.


mbl.is Skilað til lögaðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2009

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband