Hvað hafa Björgólfarnir á stjórnmálastéttina?

Það er með ólíkindum hvað Björgólfarnir ætla að ganga langt.  Svarið við ósk þeirra átti að vera strax NEI frá Kaupþingi.  Menn eru að velta því fyrir sér hvort eigi að verða við óskum þeirra eða ekki.  Eru menn að tapa vitinu í þessu landi.  Hvað hafa Björgólfarnir á banka og stjórnmálastéttina? Þjóðin krefst svara. 

Maður reytir hár sitt af reiði.

Það liggur við að maður missi meðvitund við það eitt að horfa á fréttirnar.  Maður hugsar:  Vantar allt vit í okkur íslendinga?  Það er verið að dæla hundruðum milljarða hingað og þangað til að redda fyrirtækjum sem í raun ættu að fara í gjaldþrot og reisa ný upp frá grunni.  Skuldugir íbúðareigendur mega sitja heima í taugahrúgu, með magakrampa, geta hvergi sig hreift, allt upp í lofti, sambúðarfólk ákveður að skilja, splundra heimilinu, skítt með blessuð börnin sem fara mjög illa út úr þessu ástandi, bara að redda fyrirtækjunum.  Við þetta venjulega fólk verðum í skuldafjötrum næstu áratugina. Það er í lagi að afskrifa hundruð milljarða en ekki má setja túkall í að hjálpa skuldugum heimilum þessa lands.  Hvenær ætlum við að rísa upp og mótmæla.  Við þurfum gott og heiðarlegt fólk inn á Alþingi íslendinga, fólk sem hugsar um heildina en ekki útvalda hópa.  Hvenær mun þjóðin upplifa slíkt?


Bloggfærslur 9. júlí 2009

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband