ER ÖLLUM SAMA UM ÞÁ FJÖLMÖRGU SEM BÚA VIÐ FÁTÆKT HÉR Á LANDI ? VETUR ER Í NÁND.

Þarf að finna raunhæfa lausn í ákveðnu máli. 

Fjölskylduhjálp Íslands þarf mun stærra húsnæði fyrir starfsemina til að þeir sem til okkar leita líði vel og þurfi ekki að standa úti í biðröðum. Þurfum húsnæði þar sem fólk getur beðið inni í hlýjunni og fengið sér kaffi, leikhorn fyrir börnin. Húsnæði þar sem fólk fer inn á einum stað og út á öðrum. Húsnæði með salernisaðstöðu fyrir okkar gesti, húsnæði með aðgengi fyrir fatlaða og svo margt, margt fleira. Þetta er mitt vandamál. Er búin að tala við Jón Gnarr borgarstjóra en ekkert gengur. Er ráðþrota.  Er öllum sama um þá fjölmörgu sem búa við fátækt hér á landi? VETUR ER Í NÁND.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ásgerður.

Hvernig væri að bjóða þeim Jóni Gnarr og Lækninum meðstjórnanda hans og Jóhönnu  og Steingrími og Árna Páli að koma í röðina...... þegar veður er um það bil 15 metrum á sekundu ,  5 stiga frosti,  með tvö ungabörn með sér og taka strætó fram og til baka í Grafarvog ?

Þú Ásgerður....... og þið  öll í fjölskylduhjálpinni standið  ykkur mjög vel.

Þórarinnn Þ. Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.8.2010 kl. 00:01

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Borgarstjórinn gæti til dæmis hafist handa um það að ræða við félagsmálaráðherrann um mögulegar úrlausnir í þessu efni, svo mikið er víst, og kanski eru þeir að ræða saman, ég veit það ekki, en ég veit það hins vegar að það er kvöl og pína að vita af fólki standandi úti í biðröðum í frosti, þótt allt hafi verið gert til að flýta afgreiðslu í þessu litla húsnæði, sem fyrir löngu síðan hefur sprengt umfang starfssemi sem þessarar utan af sér.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 23.8.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband