Matarúthlutun til fátækra og fundur hjá KRFÍ

Þá er komið að fyrsta blogginu mínu og þó fyrr hefði verið.  Í dag miðvikudag eins og alla aðra miðvikudaga s.l. 11 ár hef ég verið við matarúthlutun til þeirra sem minna mega sín.  Staðsetning er að Eskihlíð 2 - 4  hjá Fjölskylduhjálp Íslands og klukkan er 13.00 og skjólstæðingar byrjaðir að bíða þó úthlutun hefjist  ekki fyrr enn klukkan 15.00.  Úti er gluggaveður og kuldahrollur fer um skjólstæðinga okkar sem eru af öllum stærðum og á öllum aldri konur, karlar og börn sem ætla sér að bíða næstu tvo klukkutímanna til að missa ekki af páskaúthlutuninni.  Í röðinni eru öryrkjar, geðfatlaðir, forsjárlausir feður og mæður, einstæð foreldri, eldri borgarar, lágtekjufólk og  einstæðingar.

Innan dyra eru allir á fullu við að gera klárt fyrir opnunina en bakvinna er mjög mikil fyrir opun en þegar klukkuna vantar 15 mínútur í þrjú kemur í ljós að seinkun verður á að páskakjötið komist í hús.  Það veldur því að við verðum að bíða eftir kjötinu því ekki getum við byrjað úthlutunina fyrr en kjötið er komið í hús.  Þetta kemur illa við skjólstæðinga okkar sem margir hafa beðið frá klukkan 13.00.   Það sem við úthlutum í dag til hverrar fjölskykldu er eftirfarandi:  Svínakjöt og saltkjötsfars sem keypt er frá Norðlenska á Akureyri, eitt kíló af frystum fiski frá Norðanfiski á Akranesi sem við kaupum auk þess sem við úthlutum einum pakka af kaffi, lettmjólk, fjörmjólk og nýmjólk sem við kaupum líka.  Þá úthlutum við vörum sem við fáum vikulega gefins sem eru glæný brauð frá Myllunni, flatkökur frá Ömmubakstri, páskaeggjum frá Helga Í Góu, eggjum frá Nesbúegg, jógúrt vörum frá MS, vörum frá Osta og smjörsölunni, djús, kartöflum frá Karli kartöflubónda, grænmeti frá Sölufélaginu, hreinlætisvörum frá Papco, kexi frá Frón og svona get ég áfram talið. Við úthlutuðum um einu og hálfu tonni af matvöru í dag.  Við afgreiddum 110 fjölskyldur en þurftum því miður að vísa frá 40 fjölskyldum þar sem klukkan var að verða 17.00 og við að loka.  Skjólstæðingar tóku þessu misvel eins og gefur að skilja en þeir  munu sitja fyrir næsta miðvikudag þegar seinni úthlutunin fer fram fyrir páskana.  Þegar klukkan var orðin 18.00 var hjálparfólkið orðið ansi þreytt eftir erfið dagsins en hamingjusamt í hjarta sínu. 

 Á sama tíma var flóamarkaðurinn okkar opin þar sem Bryndís Schram verndarinn okkar og aðrar hjálparkonur stóðu vaktina þar sem fólk getur verslað  hitt og þetta og fer ágóðinn í lyfjasjóð sem notaður er til að hjálpa fólki að leysa út lyfin sín.  Þá úthlutar Fjölskylduhjálp Íslands vikulega fatnaði á fullorðna og börn, leikföngum og eldhúsáhöldum.  Á morgun fimmtudag byrjum við að afla matvara fyrir næsta miðvikudag því við búumst við miklum fjölda þann dag.

 

Ég mætti í pallborðsumræður hjá KRFÍ kl. 12.00 miðvikudaginn 28.mars fyrir hönd Frjálslynda flokksins en ég skipa 2 sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður.  Fulltrúar frá öllum flokkum voru mættir til að ræða jafnréttismál sinna flokka og hvert stefnir.  Það var áhugavert að hlusta á fulltrúa flokkanna og taka þátt í umræðunni.  Það kom svo sem ekkert nýtt fram á fundinum en þetta með launamun kynjana var málefni sem allir ætluðu að taka á ef þeir kæmust til valda.  Launamunur kynjanna er alveg furðulegur hér á landi og svo virðist að hið opinbera hafi ekki áhuga á að taka á þessu jafnréttismáli, öll umræða sé í orði en ekki á borði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Þú ert að gera góða hluti Ásgerður Jóna og það veit ég að þess er sannarlega þörf í samfélaginu eins og búið hefur verið um hnútana hvað varðar misskiptingu auðs í þessu landi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.4.2007 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband