Fátækir þurfa samhjálp. Við tökum á móti fatnaði nýjum og notuðum.

Jæja þá er fimmtudagurinn  12. april runninn upp. Dagurinn frekar blautur sem ég upplifði svo vel  er ég fór út að labba með mitt yndislega barnabarn sem er tæplega þriggja ára  prins og heitir Jóhannes Flosi. Við ömmurnar og afarnir í þjóðfélaginu hlaupum undir bagga þegar frí er á leikskólum þessa lands.  Hvað er yndilegara enn að vera úti á labbinu með slíkum draumaprinsi sem virðir fyrir sér hvern stein sem á vegi hans verður.

En nú í allt önnur mál.  Við hjá Fjölskylduhjálp Íslands höfum verið í Kolaportinu síðustu tvær helgar við að selja ný og notuð föt, leikföng og skófatnað.  Hefur salan gengið vel.  Það sem inn kemur er sett í lyfjasjóð sem verður notaður til að hjálpa þeim sem eru í neyð og geta ekki leyst út sín nauðsynlegu lyf. 

Og ekki slökum við á því um næstu helgi verðum við líka í Kolaportinu og ætlum okkur að selja grimmt.  Nú biðla ég til þeirra sem lesa þetta blogg að fara nú í skápana sína og taka virkilega til og láta okkur njóta þess.  Allir geta komið með fatnað, leikföng og fl. til okkar í kolaportið helst f.h. á laugardagsmorgun og færa okkur fatnað og fl. sem við getum síðan selt en það fjármagn sem kemur inn um næstu helgi verður notað til að greiða húsaleigu til Reykjavíkurborgar sem á húsnæðið sem við erum með starfsemina í að Eskihlíð 2-4.

Hjá Fjölskylduhjálpinni var mikið að gera í gær miðvikudag sem er úhlutunardagur hjá okkur.  Ég gat því miður ekki verið við úthlutun þann dag því ég var í myndatökum og fleiru með félögum mínum í Frjálslynda flokknum því nú er kosningabaráttan að skella á með vinnustaðafundum og fl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband