21.5.2007 | 23:47
Flateyri í sárum.
Ég sit enn og aftur gáttuð yfir því sem á sér stað í okkar litla landi Íslandi. Hvernig getur þjóðn setið hjá varðandi þá atburði sem eiga sér nú stað á Flateyri? Erum við öll orðin dofin fyrir þessu. Nú eigum við að gera þá kröfu á hendur eigenda Kambs á Flateyri að þeir gefi upp hver skuldastaðan hjá þeim er í dag og hvert total söluverð verður. Það er ekki hægt að líða það að menn fari með þjóðarauðinn í vasanum og skilji heillt byggðarlag á sárum. Það á ekki að eiga sér stað að þeir fari með þúsundir milljóna í vasanum og fari síðan í greifaleik. Nei takk. Ég gæti sætt mig við að þeir fengju þokkalega fjárupphæð sem dygði þeim til dauðadags en ekki krónu meira. Mest allur söluhagnaðurinn á að renna til Flateyrar. Þegar upplýst verður hverjar skuldirnar eru væri athyglisvert að vita í hvað fóru þessir fjármunir. Við eigum nú að safnast saman niður á Austurvöll og mótmæla þessum gjörningi því það er þjóðin sem á fiskinn í sjónum ,því megum við aldrei gleyma. Þeir sem komu kvótakerfinu á hljóta að fá sting í hjartastað vegna gjörða sinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já húrra, húrra , húrra Ásgerður Jóna, mikið rétt.
Ég skal koma á Austurvöll og mótmæla svo mikið er víst.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 22.5.2007 kl. 00:09
Þar sem þú skipar 2. sætið á lista okkar flokks í Reykjavíkurkjördæmi norður, ættu svona fréttir ekki að koma þér á óvart, því Frjálslyndi flokkurinn var sá eini sem þorði að ræða sjávarútvegsmál fyrir nýliðnar kosningar. Þetta er ekkert nýtt sem þarna er að koma upp. Afhverju heldur þú að skuldir sjávarútvegsins hafi aukist úr 50 milljörðum 1990 í rúmar 300 milljónir í dag. Það er allt tilkomið vegna þess að útgerðarmenn hafa verið að selja sig út úr þessari atvinnugrein og lifa nú víða erlendis eins og greifar og spila golf í Flórida og víðar. Það er alveg sama þótt við færum mörg hundruð jafnvel nokkuð þúsund á Austurvöll og öskruðum okkur hása, það yrði ekkert gert. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir það í lok síðasta þings að staðið yrði við eitt atriði í stjórnarsáttmála fyrri ríkisstjórnar sem var að setja ákvæði inn í stjórnarskrána að fiskurinn í sjónum væri sameign þjóðarinnar. Það sem eigendur Kambs hf. á Flateyri eru að gera er ósköp einfalt, þeir eru að vinna samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða og ekkert getur bannað þeim að innleysa til sín það sem þeir eiga í Kambi hf. Við þá er ekkert hægt að sakast, af hverju eiga þeir að bera meiri ábyrgð á lífinu á Flateyri en ég og þú. Þú ættir að ræða við Magnús Þór Hafsteinsson og hann þekkir þessa kvótavitleysu mikið betur en ég. Það er innbyggt í kvótakerfið að það ver sig sjálft og það er aðeins einn aðili sem vill í raun breyta þessu kerfi og lagt fram skýrar tillögur hvernig það er hægt án þess að skaða nokkurn. Það eiga eftir að koma fleiri svona fréttir á næstunni, þetta er aðeins byrjuninn.
Jakob Falur Kristinsson, 22.5.2007 kl. 05:44
Já svona hefur verið að búa á landsbyggðnni með þessu kvótakerfi, ekkert öryggi, eignaupptaka hjá almenningi og hvernig hafa menn fengið þessa fjármuni, almannarómur segir að til margra ára að menn þarna hafi svindlað og náð stórum fjármunum undan. Er þetta ekki kvótakerfið í hnotskurn? og svo berja menn hausnum við steininn og þykjast koma af fjöllum aldrei heyrt neitt eða séð neitt. Menn ættu að fara inn á blogg mannlif.is eða lesa DV í dag um hótanir þessa manna við almenning á Flateyri.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 22.5.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.