22.9.2007 | 17:18
Amma í gifsi.
Ég eins og aðrar ömmur fá barnabörnin í reglulega í heimsókn og í dag kemur til mín eina ömmubarnið mitt yndislegur ömmuprins sem er 3ja og hálfs árs gamall, mikill glókollur og ætlar að gista hjá ömmu og afa í nótt. Vandamálið er að amman verður ein með prinsinum í dag og í kvöld en amman er fótbrotin með gifsi á vinstri fæti. Hvað er þá til ráða því ekki fer ég með hann út á róló. Ég les fyrir hann, föndra með honum, fer í bílaleik. Eitt er víst að hann vill elda kvöldmatinn með ömmu sinni og vaska upp á eftir og er þá oft handagangur í öskjunni. Þið getið séð það í anda þegar glókollurinn 3ja og hálfs árs tekur til starfa í eldhúsinu. Málið verður örlítið flóknara vegna aðstæðna. En þetta mun ganga allt vel, bara örlítið í hægagangi .
Með kærri kveðju,
Ásgerður Jóna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er bara krúttlegt.
Jens Guð, 23.9.2007 kl. 01:16
Hef verið að fylgjast með þér undanfarin ár og þú ert að gera frábært starf. Fjölskyldu hjálp Íslands hefur verið bjargvættur svo margra og á allt þitt fólk hrós skilið fyrir að gefa svona mikið af sér.
Halla Rut , 1.10.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.