21.10.2007 | 08:40
Í ekki okurlandi
Síðustu daga hef ég verið í Köben, alltaf yndisleg heim að sækja. Hef komið til Köben af og til frá 1975 og var hér um tíma í námi. Hér er hægt að versla í öllum verðflokkum og því þarf engin að líða skort. Að fara í Netto, Irma, Fakta og hvað allir þessir markaðir heita er frábært. Vöruverð þau sem við á klakanum munum ekki sjá í næstu framtíð, því að á Íslandi fær okrið að blómstra á öllum sviðum. Samt gekk ég fram hjá húsi hér í Köben í gærkveldi þar sem í glugganum stóð nodhjælp. Hverjir skyldu nú þurfa á þeirri aðstoð að halda?
Í Köben er fólk af öllum þjóðarbrotum og er litað fólk og aðrir útlendingar ansi áberandi. Sá á netinu í gærkveldi að Þjóðarflokkurinn í Sviss væri að uppskera aukið fylgi vegna stefnu hans í útlendingamálum. Svisslendingar eru búnir að fá upp í kok af útlendingum sem misnota velferðarkerfið, ræna öllu og ruppla. Þeir eru glæpamenn að mati Þjóðarflokksins þar í landi.
Svisslendingar eru nú alfarið á móti því að ganga í Evrópusambandið. Þjóðin er 7.5 miljónir og þar af eru 1.5 miljón manna útlendingar eða um 20% þjóðarinnar.
Hvað megum við íslendingar ( okkar viðkvæmi kynstofn) segja því nú eru um 10% þjóðarinnar útlendingar sem við vitum um en í raun vitum við ekki hversu margir útlendingar eru í landinu. Þvílíkt eftirlit.
NEI þeir sem vöruðu við óheftum straumi útlendinga til landsins fyrir síðustu kosningar voru kallaðir rasistar sem segir heilmikið um á hvaða plani íslendingar eru, svolítið óþroskaðir á alheimsvísu. Allt það sem kom fram í máli Frjálslynda flokksins fyrir síðustu kosningar er hárrétt.
Við vorum ekki tilbúin fyrir allan þennan fjölda útlendinga sem nú er kominn til landsins. Margir hafa ekki aðgang að heilbrigðisþjónustu, hafa ekki vinnu eða eru í þrælavinnu og búa jafnvel í gluggalausum geymslum. Staðreyndirnar liggja fyrir í dag, en nei menn vilja ekki viðurkenna vandann, heldur berja þeir áfram hausnum við steininn þar til vandamálið er orðið svo stórt að ekki verður við ráðið. Hverjum er þá að kenna? Ekki okkur segja ráðamenn þjóðarinnar, þetta varð bara svona. Eins fór með fiskkvótann og kannski fer svona líka með jarðorkuna okkar. Flestar stofnanir sem eiga að sjá um innflytjendamálin eru með allt niður um sig en samt þrjóskast þjóðin við.
Þegar maður er fjarri heimahögunum sér maður oftar enn ekki hlutina í miklu skýrara ljósi i.e. óheftur aðgangur útlendinga til landsins, hversu gífurlegt vandamál þetta getur orðið. Margir ráðamenn okkar ættu að vinna erlendis í 6 mánuði í almennri vinnu,( ekki í vernduðu umhverfi), til að þeir átti sig á vandamálinu og að hægt sé að koma vitinu fyrir þá.
Hvað er okkar fámenna þjóð að hugsa að hleypa öllu þessu fólki inn í landið okkar? Alþjóðahúsið við Hverfisgötu hefur atvinnuhagsmuni að gæta og því má aldrei hallmæli útlendingum í þeirra eyra.
Við erum viðkvæm þjóð í stóru landi, aðeins rúmlega 300.000 hræður og því verðum við að hafa vaðið fyrir neðan okkur í þessu máli.
Med venlig hilsen fra Koben,
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2007 kl. 12:50 | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill Ásgerður.
Orð í tíma töluð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.10.2007 kl. 23:32
Góður pistill Ásgerður og orð í tíma töluð.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.10.2007 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.