11.11.2007 | 10:48
Afmæli í dag.
Það er ekki slæmt að eiga sama afmælisdag og Þórhallur í Sjónvarpinu og hin heimsfræga leikkona Demi More, öll erum við sporðdrekar. En sem sagt ég á afmæli í dag og líkar það bara vel. Þakka hvern afmælisdag sem ég á. Ég man náttúrulega ekki hversu ung ég er í dag enda skiptir það ekki máli. Það er heilsan sem skiptir máli á öllum aldursstigum. Fjölskyldan krefst þess að koma í heimsókn með blóm og fínerí en því miður, get ekki tekið á móti því ég náði mér í kvef í Indlandi um daginn hvar ég dvaldi í 10 daga.
Bóndinn til 32 ára vill að sjálfsögðu gleðja ástina sína í dag, en ég afgreiddi það mál á Indlandi er ég keypti forkunnar fagran gullhring með svörtum indverskum steini sem heitir indverska svarta stjarnan. Það getur verið erfitt að gefa konum gjafir sem eiga allt, þ.e. eiga það sem þær vilja eiga.
Ég mun verja deginum í rúminu því næsta vika verður mjög annasöm hjá mér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.