24.11.2007 | 19:47
Sögu skal ég segja.
Nú byrja ég að segja ótrúlega sögu á bloggi mínu sem staðið hefur yfir hátt í fjóra áratugi og stendur enn. Þessum söguþræði hef ég fylgst með s.l. 30 ár. Þið bætið við eins og þið teljið að sagan sé. Eftir það kem ég með næsta þráð úr sögunni góðu og svo koll af kolli. Áhugavert verður að lesa hversu nálægt bloggara komast að veruleikanum.
Það var upp úr 1960 að sex barna móðir í austurbænum varð ekkja. Þrjú elstu börnin voru farin að heiman og ekkjan því ein með þrjú börn. Ekkjan sem ég kalla hér Ásdísi og maður hennar höfðu verið þokkalega stæð á þess tíma mælikvarða, áttu sína blokkaríbúð og eftirlét hinn látni eiginmaður hennar atvinnutæki sem hann hafði unnið með í áraraðir.
Nokkrum árum síðar varð maður í vegi hennar og feldu þau hugi saman. Manninn kalla ég Krissa Guð. Hann hafði skilið við konu sína sem var mikil drykkjukona og áttu þau þrjú börn. Ekki leið á löngu þar til Krissi Guð flutti inn á sex barna ekkjuna í austurbænum. Það sem Krissi Guð kom með í búið var eldgömul Cortína sem var að því komin að hrynja en aðrar eigur hans komust fyrir í einum plastpoka.
Þá átti Krissi Guð hlut í fyrirtæki sem hann starfaði við og ég kalla hér Djússalan h.f. en á þessum tíma stóð Djússalan mjög höllum fæti, nánast gjaldþrota.
Nú eigið þið næsta leik.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 72510
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ásdísi var varkárni ekki í blóð borin eins og til að mynda barnaskarinn ber vitni um og tók því mikla áhættu með Krissa því ekki hafði hann neitt við sig nema gott skopskyn svo langt sem það náði. Þá sá hún annan ótvíræðan kost við hann en hann var sá að hann hafði enga innanstokksmuni sem hún þurfti að rýma fyrir enda var allt troðfullt af munum og dóti úr búi mannsins hennar sem hafði dáið fáum árum áður. Hann hafði verið einbirni og því einkaerfingi foreldra sinna sem höfðu átt íburðamikla búslóð í gömlum ensku herragarðsstíl, með stóru Chesterfieldsófasetti í öndvegi.
Ásdís var mikil hannyrðakona og sat því löngum stundum við útsaum og bróderingar og hlustaði gjarnan á belgískt mellupopp sem elsti sonur hennar hafði komið með í stóru upplagi inn á heimilið eftir tveggja ára dvöl í fangelsi í Liege en þar hafði hann gerst sekur um að reyna að hlunnfara vændismömmu um væna summu eftir helgardvöl á heimilki hennar og sex fastráðinna kvenna sem höfðu haft ofan af fyrir honum þessa helgi. Svo illa vildi til að Valdi en það er nafn sonarins stytt úr Valdimar hafði þarna hlunnfarið systurdóttur bæjarstjórans í Liege og mun sú staðreynd hafa haft áhrif á dómarann sem dæmdi Valda.
Krissi Guð var aftur á móti vita heyrnarlaus svo Belgíska mellupoppið gat ekki farið í taugarnar á honum og Ásdís gat því haft græjurnar stilltar hátt og sungið hástöfum með.
Dag einn er Krissi var á leið til vinnu sinnar við djússöluna sem ekki gat lengur sjálf framleitt sinn djús vegna skulda við erlenda birgja að hann ekur fram á.....
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.11.2007 kl. 20:44
Sæl Ásgerður.
En spennandi ....
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 25.11.2007 kl. 03:02
Ekki ætla ég að reyna að búa til söguþráð sem þegar er til. Hitt er annað að venjulegasta áframhald af svona sögum er að plastpokagæinn er í sambúðinni þangað til honum er hent út eftir að hafa eytt eignum sambýliskonunnar og venjulega líka fengið hana til að skrifa upp á verulegar skuldbindingar fyrir sig. Þegar sambúðinni lýkur er plastpokagæinn horfinn og sambýliskonan eignalaus. Fyrir utan ýmislegt annað slæmt sem gæti einnig hafa gerst meðan sambúðin stóð. Sé áframhald sögunnar annað þá er það álíka líklegt og þá gleðilegt eins og þegar kóngsdóttirin kyssti frosk og hann breyttist í prins. Venjulegast kyssa konur prinsa sem breytast í froska eins og Auður Haralds sagði í Hvunndagshetjan á sínum tíma.
Jón Magnússon, 27.11.2007 kl. 21:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.