Á blaðinu stóð 1.725.000 krónur.

Eins og alla miðvikudaga var úthlutun á matvælum  hjá Fjölskylduhjálp Íslands.  Eitt stakk mig beint í hjartastað er kona ein bað um viðtal við mig sem og hún fékk eins og allir sem óska þess.  Kona þessi er einstæður öryrki með tvö börn.  Ég hitti konu þessa sem stóð hágrátandi með 7 ára dóttur  sína sér við hlið og hélt á blaði  sem hún sýndi mér.  Þessi kona hefur ekki getað farið til tannlæknis í mörg ár sökum fátæktar.  Afleiðingarnar eru þær að hún á erfitt með að borða sökum þess hversu tennur hennar eru ill farnar.  Á blaðinu  sem var áætlun frá tannlækni stóð talan 1.725.000 krónur.  Konan hágrét fyrir framan mig og spurði hvort við gætum hjálpað henni.  Hvað er hægt að gera í stöðu sem þessari?  Því miður höfum við ekki fjármagn til hjálpar við slíkar aðstæður.  Svona er Ísland í dag.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir formaður

Fjölskylduhjálpar Íslands


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Þetta er hræðilegt að sjá. Fátæktin á Íslandi er hreinelga til skammar, það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Nú er ég ein af þessu fólki sem hefur nýtt sér góðsemi ykkar, ég hef fengið mat hjá ykkur í  neyð.

Það  er allt of mikið af fólki sem á ekkert og lifir bara í fátækt. 

Linda litla, 7.3.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Linda, ástandið er mjög slæmt því miður. Það er hræðilegt vera í stöðu nefndrar konu og það að dóttirin þurfti að horfa upp á þetta.  Við hefðum svo sannarlega viljað getað létt undir með henni en við þurfum að nota alla fjármuni til matarkaupa í þágu skjólstæðinga. Nú erum við að höfða til fólks um að styðja starfið svo hægt verði að kaupa 150 lambahryggi til að úthluta fyrir páskana.  Takk fyrir innlitið.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 7.3.2008 kl. 14:23

3 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Það hlíttur að vera til ódýrari lausn fyrir konuna,tannlæknirinn hlíttur að hafa getað gefið henni betra tilboð.Dóttirin hefur þurft að líða fyrir þetta.

Guðjón H Finnbogason, 7.3.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásgerður.

Þetta er hörmung svo mikið er víst, og það er sorglegt til þess að vita að tannlækningar skuli ekki vera taldar hluti af lækningum líkamans í almannnatryggingakerfinu nema að litlum hluta.

Eitt af því sem þarf nú aldeilis að breyta.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 01:07

5 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er hræðilegt að heyra.
Ef konan er öryrki á hún að fá niðurgreitt helminginn af tannlæknakostnaður, en þetta verður samt háar upphæðir.
Það verður svo yfirþyrmandi dýrt ef fólk biður svo lengi.
Eina ráðið held ég er að hafa samband við tanngarð í Háskóla Íslands. Þar er greitt bara fyrir efniskostnað. Það er kannski hugmynd að athuga þar.

Heidi Strand, 8.3.2008 kl. 18:49

6 identicon

Við þessu er ekkert hægt að segja.  Á meðan lífeyrissjóðirnir "okkar" eru að tapa milljörðum á verðbréfabraski.  Þá er ekki til fjármagn til að hjálpa okkar fátækustu þegnum

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 21:27

7 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl öll sömul, tek undir með ykkur. 

Guðrún, ástandið væri ekki svona ef Frjálslyndi flokkurinn væri í ríkisstjórn, flokkur sem er mannúðar flokkur.

 Heidi ,takk fyrir, ég ætla að kanna þetta upp í HÍ.

Þorsteinn, já því miður.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 16.3.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband