Þrjú hundruð þúsund íbúar.

Á Íslandi búa yfir þrjú hundruð þúsund íbúar.  Þetta er álíka og meðal stór breiðgata í New York.  Hægt vari að reka Ísland eins og fyrirtæki með  góðum stjórnendum.  Ef stjórnendur standa sig ekki eru þeir látnir taka  poka sína.   Hér er dæmi um óábyrga stjórnendur.  Nú á að skera niður um 200 miljónir í löggæslu á Keflavíkurflugvelli, en á sama tíma eru eignir á Keflavíkurflugvelli fyrrum hersvæði seldar með 14 miljarða króna afslætti.  Hvað segir þetta okkur.  Það þyrfti hvergi að skera niður í  nauðsynlegri þjónustu ef eignirnar á Vellinum hefðu verið seldar að eðlilegu verði.  Í Bandaríkjunum hefðu slíkir stjórnendur verið látnir víkja með mikilli skömm.

kkv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda litla

Það væri munur ef að alþingismennirnar okkar væru góðir stjórnendur.

Linda litla, 9.3.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Hvað er ríkið búið að gefa af eignum almennings,fiskinn í sjónum,Áburðarverkssmiðjuna,síldarverksmiðjurnar og eignirnar á Keflavíkurflugvelli og svo hvað er búið að eiða í sendiráðsbyggingar í útlöndum.

Bara þetta lítilræði mundi kosta forstjóra stólinn.

Ísland á að reka eins og fyrirtæki svona eins og Baug.

Guðjón H Finnbogason, 9.3.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já mikið rétt Ásgerður.

Það virðist gjörsamlega ómögulegt hjá ráðamönnum að koma auga á skóginn fyrir trjánum.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.3.2008 kl. 23:37

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ekki bara í Bandaríkjunum hefðu þessir menn fengið að hypja sig. Vinaklíkan hér á landi hefur verið við lýði svo lengi að þeir sem eru innan vébanda hennar eru löngu orðnir blindir á að þetta sé ekki allt í lagi. Þetta hefur jú alltaf verið svona og skítt með fátæka, öryrkja og alla þá sem eiga um sárt að binda.

Helga Magnúsdóttir, 11.3.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband