22.3.2008 | 13:58
Selur maður eignir sínar á hálfvirði?
ÉG fullyrði að enginn vilji selja eignir sínar á hálfvirði. Það getur ríkið gert í óþökk flestra landsmanna. Eignir landsmanna á fyrrum varnarsvæði voru seldar á hálfvirði. Hvernig má það vera að við fólkið í landinu mótmælum ekki slíkum gjörningum? Að hugsa sér að þar fóru 14 milljarðar í hundskjaft. Þjóðin hefði getað nýtt þetta fjármagn í að eyða biðlistum barna sem þurfa á greiningu að halda, við hefðum getað aukið löggæsluna á Keflavíkurflugvelli og svona gæti ég lengi talið upp. Látum ekki bjóða okkur slíka stjórnsýslu. Mótmælum.
Með páskakveðjum,
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða hálfvirði er verið að tala um?? Svona málflutningur án rökstuðnings tekur engu tali. Svona hefur verið talað á Útvarpi Sögu um þetta mál, líka án nokkurs rökstuðnings, hvað er í gangi??
Jóhann Hannó Jóhannsson, 22.3.2008 kl. 14:15
Sæll, slíkur málflutningur hefur ekki verið hrakinn og meðan svo er, er rétt að halda honum á lofti því slíkar upphæðir skipta okkur máli. Mér hefur ekki verið gefin kostur á að sjá þá samninga sem gerðir voru um kaupin. Það ætti að birta slíka samninga opinberlega. Útvarp Saga er eina stöðin þar sem fólk fær að tjá sig en ber jafnframt ábyrgð á því sem það segir þar. Veist þú eitthvað um málið meira en aðrir. Láttu þér batna fljótt og vonandi verður þér ekki vísað út af sjúkrahúsinu sökum skorts á starfsfólki.
Með góðum páskakveðjum til þín,
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 22.3.2008 kl. 14:30
Sæl Ásgerður Jóna!
Ég spyr eins og Hannó, um hvað eruð þið Arnþrúður að tala þegar þið látið öllum illum látum út af ráðstöfun eigna á nú fyrrum varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli?
Hvaðan kemur ykkur sú viska að þær hafi verið seldar á hálfvirði?
Hálfvirði, sem sagt að mati hvers eða hverra?
Ég þykist ekki vera mjög fáfróður en samt ekki alfróður.
Svo að ég spyr þig um þetta af tómri forvitni.
Með bestu kveðjum.
Herbert Guðmundsson, 22.3.2008 kl. 19:48
Obb bobb bobb eruð þið að tala um eitthvað Ásgerður sem ekki má tala um ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 23.3.2008 kl. 00:19
Sæll Herbert, takk fyrir innlitið og gleðilega hátíð. Rétt að benda á að þetta er í fyrsta skipti sem ég tjái mig opinberlega um varnarsvæðið. Allt tal um að láta öllum illum látum vísa ég heim til föðurhúsanna.
Það er mjög ámælisvert að selja eignir ríkisins á hálfvirði eins og gert var á gamla varnarsvæðinu.
1. Stofnað var þróunnarfélag til að selja umræddar eignir en auðvitað átti Ríkiskaup að sjá um sölu eignanna og ná hæsta mögulega söluverðinu.
2. Matsverð á markaði er helmingi hærra en söluverðið.
3. Kaupendur fengu afslátt sökum ýmissa galla á eignunum fyrir viðgerðarkostnaði en sendu síðan ríkissjóði reikning fyrir þeim kostnaði.
4. Eins og allir vita eru öll svæði í nálægð flugvalla mjög dýrmæt alls staðar í heiminum og ekki síst á Íslandi.
5. Landfræðilega er þetta mjög verðmætt svæði þar sem það liggur á milli Bandaríkjanna og Evrópu.
Með góðum páskakveðjum,
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 23.3.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.