24.3.2008 | 15:02
Nýr framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins?
Las á blogginu um daginn að búið væri að ráða nýjan framkvæmdastjóra hjá Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Þar sem undirrituð situr í Miðstjórn flokksins kom þetta mér spánskt fyrir sjónir, þar sem ekkert hefur verið rætt um slíka stöðu á fundum Miðstjórnar. Engar slíkar fréttir hafa birst á heimasíðu flokksins varðandi umrædda ráðningu. Hitt er annað mál að nýverið heyrði ég að búið væri að ráða starfsmann á vegum kjördæmafélaganna í Reykjavík í tvo klukkutíma hvern virkan dag með aðstöðu í félagsheimili okkar að Skúlatúni 4 í Reykjavík. Mér er mjög umhugað um að lýðræðisleg vinnubrögð séu hvarvetna í heiðri höfð. Mér vitanlega er það Magnús Reynir Guðmundsson sem er framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásgerður Jóna!
Já það er gott að titla sig með einhverjum framkvæmdastjóra stöðum, ég sá þetta á bloggi um daginn og fór að spyrjast fyrir hvort að Magnús Reynir væri hættur, en svo er svo sannarlega ekki. Hann er eini framkvæmdastjóri Frjálslyndaflokksins og þingflokksins og er ekkert að hætta, svo að þeir sem vilja titla sig ættu ekki að skreyta sig með röngum fjöðrum.
Ragnheiður Ólafsdóttir, 24.3.2008 kl. 18:03
Ég las þetta líka á blogginu og kem jafn mikið af fjöllum í þessu sambandi, þ.e varðandi framkvæmdastjóra.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.3.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.