25.3.2008 | 14:41
Nafnaleynd á blogginu. Hvers vegna?
Ég hef velt því fyrir mér hvers vegna Mbl.is leyfir einstaklingum að blogga undir nafnleynd. Ég tel slíkt mjög óeðlilegt. Kemur það fyrir að nafnlausu bloggararnir ati annað fólk auri og sá sem fyrir verður veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Þeir sem vilja tjá sig í bloggheimi eiga að gera það undir nafni. Annað er óheiðarlegt. Hvað er þetta fólk að fela?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir geta ekki mannað sig upp í það, eru kannski fullfeimnir við að koma fram undir sínu eigin nafni. En kennitala þeirra er þó á skrá hjá blog.is ef þau verða með einhver rosaleg leiðindi.
Kveðja.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2008 kl. 14:42
Sæl Róslín, nei því miður ermálið ekki svona einfalt, þú færð ekki upplýsingar um viðkomandi hjá Mbl.is þannig eru reglurnar. Þú getur fengið upplýsingar um viðkomandi einungis ef þú ferð í dómsmál.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 25.3.2008 kl. 14:54
Það er nokkuð til í því það sem "þessi þarna" segir.
En t.d. ég kem undir fullu nafni og með mynd, bara stolt af því hver ég er, mér er alveg sama hvað fólk segir um mig, því ég veit betur.
Ef maður ætlar ekki að skríða fram með veggjunum ( þetta var sagt við mig ) þá verður maður að láta heyra í sér. Oft eru það bara þeir sem vilja ekki láta dæma sig, sem koma ekki undir nafni.
Róslín A. Valdemarsdóttir, 25.3.2008 kl. 15:15
Þú þessi þarna, virði þínar skoðanir en er mjög svo ósammála þér. Tel að þeir sem tjá sig opinberlega eigi að gera það undir eigin nafni.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 25.3.2008 kl. 15:15
Nú ætla ég að eyða öllum þeim bloggvinum mínum sem ekki koma fram undir nafni í bloggum sínum. Sorry!
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 25.3.2008 kl. 15:24
Takk fyrir innlitið kæru bloggara og takk fyrir ykkar skoðanir sem ég virði mikils.
Hippókrates: Ég veit að Hippókrates er karlmaður og er í Frjálslynda flokknum.
Mín skoðun á bloggheimum kemur mínu pólitíska lífi eða mínu hjálparstarfi ekkert við. Það er alveg kristaltært að FF mun aldrei hafa þessa skoðun mína á sinni stefnuskrá.
Ég virði skoðun þína og ég vona að þú virðir mína. Það neikvæða við nafnalausu bloggin er að þegar einhver plantar óþvera inn á bloggið er ekki mögulegt að komast að því hver standur á bak við það nema fara dómsstóla leiðina og hver hefur áhuga á því? Mbl.is gefur engar upplýsingar um hinn nafnlausa því miður. Ég er á móti ritskoðun og þetta hefur ekkert með það að gera.
Ef einhver gefur til FÍ nafnlaust þá fer það sína leið í gegnum bankakerfið og síðan til okkar og ekkert við því að segja, enda um allt annað mál að ræða.
Með góðri kveðju til ykkar allra.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 25.3.2008 kl. 20:42
Orð í tíma töluð.
Ég held það væri til bóta ef þessar breytingar væru gerðar á Moggablogginu:
1) Ekki leyfa bloggsíður þar sem rétt nafn bloggarans kemur ekki fram í blogghaus.
2) Krefjast þess að allir aðrir en skráðir Moggabloggarar staðfesti athugasemdir sínar með því að staðfesta uppgefið netfang. Það netfang verði síðan birt undir athugasemdinni.
Ágúst H Bjarnason, 26.3.2008 kl. 08:49
Ég tek undir þetta hjá þér. Ég reyndar hef haft þá reglu á minni bloggsíðu að samþykkja ekki nafnlausa bloggara nema það sé einhver sem ég þekki annars staðar frá og veit þá hver það er sem skrifar.
Marta B Helgadóttir, 26.3.2008 kl. 12:08
Stundum þarf ég að minna mig á að ég bý í þjóðfélagi þar sem tjáningarFRELSI er einn helsti grundvöllurinn. Merkilegt hvað margir vilja "ekki leyfa" og "banna" allar skoðanir þar sem höfundurinn kýs að nota ekki sitt rétta nafn (meðan ég man ... hvað er annars "rétt nafn"?)
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.