26.3.2008 | 11:23
Fjölskylduhjáp Íslands í dag.
Í gær fór ég yfir það hvað við gætum úthlutað í dag miðvikudag. Talaði við Leif hjá Kjarnafæði og gerði góð kaup á 140 kg af kjötfarsi. Hafði athugað annan möguleika sem reyndist of dýr. Hringdi í MS og pantaði mjólkina og vonandi eiga þeir eitthvað auka sem þeir senda okkur að kostnaðarlausu. Myllan sendir okkur alltaf brauð og svo gefur Bakarameistarinn okkur mikið magn af sinni framleiðslu vikulega. Vonandi fáum við eitthvað grænmeti en það er víst eitthvað lítið um það á þessum árstíma. Vitum aldrei hversu margir þurfa á aðstoð. Geng inn í daginn bjartsýn eins og venjulega.
kkv
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta kemur allt vonandi í góðar þarfir.
Sigurður Þórðarson, 26.3.2008 kl. 14:04
Það er alveg á hreinu Sigurður að þetta kemur efnalitlu fólki til góða eins og þú sást best er þú hjálpaðir okkur svo vel miðvikudaginn fyrir páska. Í dag komu 95 fjölskyldur og allir fengu aðstoð. Við hjálparfólkið fórum heim glöð í hjarta að loknum degi. Mér skilst að aðrar hjálparstofnanir hefðu verið lokaðar og margir héldu að það væri lokað hjá okkur. Síðasti miðvikudagur í hverjum mánuði er yfirleitt erfiðasti úthlutunardagurinn því þá er ísskápur margra tómur.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 26.3.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.