1.4.2008 | 21:40
Stopp,stopp ,ekki meir ekki meir.
Ég eins og svo margir sem eru alltaf á leiðinnnnni til heilbrigðara lífernis, ákveðin í að breyta fæðuvalinu og borða reglulega. Það er nefnilega fitandi að borða of lítið vissu þið það? Búin að eiga kort hjá Frú Báru í JSB í þrjár vikur en var fyrst í dag að drattast í fyrsta tímann sem var yndislegur því ég fílaði mig svo granna eftir tímann TAKIÐ EFTIR FÍLAÐI MIG SVO GRANNA. Stundum erum við svo feit í huganum að það hálfa væri nóg. Eftir tímann hélt frú Bára fund með okkur og fór yfir það sem má borða, sem við vissum náttúrulega allar mætavel, margar með æviáskrift hjá Báru. Eftir tímann dreif ég mig út í búð og keypti allt það heilbrigða og holla sem ég fann í búðinni.
Það sem ég hef borðað í dag er eftirfarandi. Fjögur hrökkbrauð, lífræn kæfa, papriku sem er best RAUÐ, lífræna súpu hýðishrísgrjón og tómat. Fer aftur á vigtina hjá Báru næsta fimmtudag og þá verður vigtin að vera vinkona mín.
Satt best að segja var ég ein af þeim sem keypti öll líkamsræktartæki og hafði heima hjá mér. Hefði getað opnað líkamsræktarstöð, slíkt var brjálæðið. Ég hef orðið skynsamari með árunum og hætt að hlaupa eftir slíkum dellum. Í dag á ég hlaupabretti, lóð og æfingamöttu heima hjá mér og læt það duga.
Það að breyta fæðuvalinu kallar á að maður verður að sleppa rauðvíninu og hvítvíninu sem mér finnst hrikalegt. Ég er nefnilega mjög hrifin af léttvíni. En nú verður tekið á honum stóra sínum og ekkert gefið eftir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásgerður.
Já maður er á leiðinni, alltaf á leiðinni...... . Á sínum tíma fór ég og æfði fótbolta einn vetur þegar heldur mörg kíló hrjáðu mig, annað skipti fór ég í einkaprógramm upp á vatn og brauð ásamt einum hlaupahring, og vigt hvern dag.
Gangi þér vel.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.4.2008 kl. 00:35
Ég vildi að ég væri svona dugleg! Er þetta ekki landlægt hjá konum að vera feitar í huganum.
Gangi þér vel í átakinu!
Huld S. Ringsted, 2.4.2008 kl. 22:10
Það er ekki flókið að fara í "megrun". Borða reglulega, hætta þegar við erum södd, hreyfa sig daglega, drekka vatn fyrir hverja máltíð og hætta að nota áfengi, Áfengi fitar meira en margur heldur og gefur oft laust skvab.
Það er auðvelt að grennast, en það er mjög erfitt að halda kílóunum í burtu, því 95 % af fólki sem hefur gegnið vel, hefur náð fyrri þyngd auk nokkurra aukakilóa innan tveggja ára.
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 2.4.2008 kl. 23:09
Ásgerður,er ekki léttvín líka mjög hollt fyrir hjartað, það er erfitt að finna þennan rétta meðalveg. En satt að segja sé ég ekki yfir hverju þú ert að kvarta, mér finnst þú líta mjög vel út!
Markús frá Djúpalæk, 4.4.2008 kl. 13:45
jamm áfengi er ekkert sniðugt sjalf er eg farinn að drekka minna og minna með timanum ef eg fæ mer bjór fæ eg mer oftast bara eitt glas ekki meira þvi eg er reyna minnka þetta hja mer
Ólafía Ingibjörg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 02:57
Það er þrautsegjan sem skiptir máli í þessu fyrir mig. Alveg hægt að vera dugleg í nokkra daga, vikur jafnvel .. en að halda þetta út er málið! .. Gangi þér vel.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.4.2008 kl. 11:54
Sæl sæta. Ég tek nú undir með Markúsi. Mér finnst þú áberandi glæsileg og einmitt af því þú ert pínulítið þrýstin og það fer þér vel. Hitt er rétt að hreyfingin er öllum holl og svo er félagskapurinn í ræktinni góður. Ég minnkaði skammtinn á diskinn og borða ekki sósu með kjöti því þá verður það svooooooo gott og þá borðar maður bara meira. Gangi þér vel.
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.4.2008 kl. 00:38
Ef ég ætti að ráðleggja ykkur kjarnakonum í XF. Þá þurfið þið ekki að leita langt eftir faglegum ráðleggingum...Guðrún Þóra veit allt um málið þegar kemur að því að ráðleggja varðandi heilbrigt mataræði.
Svo má bæta við (að gefnu tilefni) að ein ákveðin tala á baðvoginni eða fituprósenta segir ekki nema brot af því hvernig okkur líður dags daglega. Því kona getur verið tágrönn en í mjög lélegu líkamlegu formi. Vellíðanin og ánægjan með lífið og tilveruna kemur nefnilega ekki í öfugu hlutfalli við fituprósentuna eins og margar konur virðast halda. Hún kemur miklu frekar með auknu úthaldi, styrkingu lungna og æðakerfisins - það er að vera í formi. Það eru þeir þættir sem hjálpa okkur mest við að láta okkur líða vel... og finnast við vera yngri en fæðingarárið segir kannski til um... er það ekki málið
Atli Hermannsson., 10.4.2008 kl. 11:05
Sæl og takk fyrir innlitið og góðar kveðjur. Þetta með heilbrigt líferni er öllum holt. Það er öllu erfiðara að halda það út. En ég hef næstum því staðið mig er ákveðin í að halda áfram hjá Frú Báru sem er frábær við að hvetja konur endalaust. Aðalatriðið er að breyta líferninu til frambúðar. Baráttan heldur áfram.
Með bestu kveðjum til ykkar.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.4.2008 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.