Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fór á kostum.

Mikill undirbúningur var fyrir fyrsta súpufund Landssambands kvenna í Frjálslynda flokknum sem haldinn var í gær í félagsheimili flokksins að Skúlatúni 4.  Við konurnar löguðum guðdómlega góða súpu og buðum upp á heimabakaðar brauðbollur. 

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur talaði fyrir fullu húsi fundagesta og fór á kostum.  Hef oft velt því fyrir mér hvers vegna Guðmundur sé ekki fenginn í Seðlabankann og taki við stjórninni þar.  Hann býr yfir þvílíkum fróðleik í hagfræði ,er sjálfsagt einn af okkar bestu hagfræðingum landsins.  Góður rómur var gerður af framsögu hans á fundinum og færri komust að en vildu með fyrirspurnir.

Ég vil endilega vekja athygli á því að fundur hjá Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokknum er fyrir bæði konur og karla.  Á þessum súpufundum okkar er rædd pólitík og ekkert annað og því hentar það báðum kynjum. Misskilnings hefur gætt að fundir okkar séu bara fyrir konur en svo er alls ekki.  Næsti  súpufundur verður 26. april sem er laugardagur og hefst fundurinn stundvíslega kl. 12.00.

Helgin átti nú öll að fara í lestur fyrir próf sem ég fer í á mánudaginn í fjölskyldu og erfðarrétti en leyfði mér nú samt að fara í Borgarleikhúsið í gærkveldi og sá hina frábæra sýningu  Jesus christ superstar.  Þar voru í hlutverkum frábærir söngvarar en sá söngvari sem skar sig úr var Jens Ólafsson sem fór með hlutverk Júdasar.

En þá er best að snúa sér að skruddunum.

kkv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta var glæsilegt framtak hjá ykkur konunum. Guðmundur er hafsjór af fróðleik og til viðbótar mjög skemmtilegur í allri framsögn. Þá er smá ónákvæmni eða smáatriði ekki að þvælast fyrir honum sem betur fer. Mig langaði til að spyrja hann einnar spurningar, en ég setti handlegginn aldrei almennilega upp fyrri en það var orðið um seinan. Því sveif ég á hann á leið hans í gegnum eldhúsið. Spurningin var svohljóðandi með stuttum inngangi sem ég þuldi einnig yfir Guðmundi: Nú er verið að tala um að Ríkið eigi að taka 500-700 milljarða króna erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabankans. Þessari upphæð er eingöngu ætlað að vera til styrkingar krónunni og til fælingar gagnvart óprúttnum spákaupmönnum sem hugsanlega sjá sér leik á borði og ráðgera fjandsamlega atlögu að krónunni. Segðu mér Guðmundur, ef við værum með evru, hvað þyrfti gjaldeyrisvarasjóðurinn að vera stór... NÚLL.. sagði Guðmundur og var þotinn

Að láta ríkið taka 700 milljarða erlent lán til þess eins að geyma á hillu í kjallara inni í Svörtuloftum... til þess eins og verjast hugsanlegum árásum á krónuna er algerlega galið. Nú veit ég ekki hverjir vextirnir gætu verið, en ef þeir eru 2% þá gerir það 14 milljarðar á ári. Er ekki aðeins og mikill flottræfilsháttur á okkur að vera að taka þátt í þessu spilavíti?        

Atli Hermannsson., 13.4.2008 kl. 11:38

2 Smámynd: Linda litla

Mig langar að sjá svo mörg leikrit og langar reyndar oft í leikhús. En það er samt eitthvað sem að ég fer aldrei, síðast þegar ég fór í leikhús þá fór ég á skilaboðaskjóðuna fyrir einvherjum 15 árum ca. með dóttur mína.

Linda litla, 13.4.2008 kl. 12:50

3 Smámynd: Ragnheiður Ólafsdóttir

Þetta var flottur fundur hjá okkur konunum í Landsambandinu, hann var langt um fram mínar væntingar enda húsfyllir, nóg súpa til samt og frábærlega líflegar umræður.  Loksins er komin vettvangur fyrir okkur til að halda pólitíska fundi sem húsnæði flokksins býður upp á að Skúlatúni 4 2 hæð.  Undir forystu Ásgerðar Jónu og Landsambands kvenna megum við flokksmenn eiga von á skemmtilegum pólitískum fundum á næstunni.  Þú átt heiður skilið, Ásgerður Jóna, þó að við hinar leggjum okkur fram, þá þarf alltaf sterkan leiðtoga í slíku starfi kvenna í pólitík.

Ragnheiður Ólafsdóttir, 13.4.2008 kl. 13:40

4 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll  kæri Atli, takk fyrir að koma á fundinn.  Landssamband kvenna í Frjálslynda flokknum saman stendur af frábæru teymi kvenna, sem allar eru extra frjóar í hugsun og eru allar mjög samhuga.

 Þín fyrirspurn hefði þurft að komast að því hún er mjög athyglisverð.  Haltu henni á lofti, og bloggaðu um hana hvar sem er.  Að hugsa sér að ef hér væri evran þá þyrfti gjaldeyrisvarasjóður landsins að vera 0.

Sjáumst á næsta súpufundi 26. april kl. 12.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.4.2008 kl. 14:20

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Linda, en leitt að þú hafir ekki farið í leikhús s.l. 15 ár.  Það er bara að drífa sig af stað og taka leikhússyrpu.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.4.2008 kl. 14:23

6 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl kæra Ragnheiður, takk fyrir hlý orð í minn garð og takk fyrir frábæran fund.  Við konurnar í Landssambandi kvenna í Frjálslynda flokkun erum frábært teymi, erum samstíga í einu og öllu.  Svona á að vinna saman. Hver hlekkur skipti máli. Hittumst hressar á næsta stjórnarfundi.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.4.2008 kl. 14:32

7 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ásgerður mín er til Landsamband karla í Frjálslindaflokknum

Guðjón H Finnbogason, 13.4.2008 kl. 19:34

8 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Guðjón, ekki svo ég viti en þú ert hjartanlega velkominn í Landssamband kvenna hjá Frjálslynda flokknum.  Öll erum við að vinna að sama markmiðinu ekki satt.

Sjáumst á næsta súpufundi Landssambandsins 26. april. kl 12.00 að Skúlatúni 4 II hæð.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 13.4.2008 kl. 20:23

9 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl öll, og takk fyrir daginn mínar elskulegu.

Þetta var frábær dagur, og liflegur fundur, Guðmundur er algjör snillingur.

Það ert þú lika Ásgerður Jóna hendi orð Ragnheiðar á lofti og geri að mínum.

Vona að Guðjón frændi kíki til okkar næst.

kv.gmaria. 

Guðrún María Óskarsdóttir., 14.4.2008 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband