120 fjölskyldur þáðu aðstoð í dag.

Nú er dagur að kvöldi og hjálparliðar komnir heim til síns heima sáttir í hjarta sínu eftir góðan dag hjá Fjölskylduhjálp  Íslands.  Í dag úthlutuðum við matvælum til 120 fjölskyldna.  Hver fjölskylda fékk allt upp í 6 matarpoka  en að meðaltali eru pokarnir á milli 4 og 5 pokar á fjölskyldu.  Við úthlutuðum hátt í 200 kílóum af slátri og lifrapylsu.  Mikið úrval var af matvælum hjá okkur í dag og fóru allir skjólstæðingar ánægðir út frá okkur.  Útlendingum hefur fjölgað mikið meðal þeirra er leita aðstoðar, auk þess  sem karlar sækja í auknu mæli eftir aðstoð hjá okkur og eru þeir orðnir álíka margir og konurnar.  Þá kom fólk til okkar sem synjað hafði verið um lyfjastyrk hjá öðrum hjálparsamtökum en sem betur fer erum við með lyfjasjóð  og getum því hjálpað þegar þannig stendur á hjá skjólstæðingum okkur.

Hjartans þakkir til íslenskra fyrirtækja fyrir aðstoðina.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Ásgerður og takk fyrir síðast.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 17.4.2008 kl. 01:38

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Sæl Ásgerður.Ég sá í fréttum í sjónvarpinu frá úthlutun sem mér finnst alltaf óþægilegt að horfa á og fæ ónot í hjartað,sem betur fer hef ég aldrei þurft á þessari aðstoð að halda,en það er sárt að sjá þetta fólk þurfa að fá afhentan poka með næringu til að mér sýnist bara tveggja daga,í landi sem á þvílíkan auð bæði til sjávar og sveita sjó og landi,alsnægtir drjúpa á hverju strái en ekki að allir megi koma að því borði,að við skulum búa við það lýðræði sem er þannig að fyrst er skoðað á bankareikning þinn hvort þú megir eða ekki,miðskipting í þjóðfélaginu er okkur til skammar.Stór hluti af því fólki sem verður að þiggja þessa hjálp er ekki sjálft búið að koma sér í þessa stöðu,það hefur verið blekkt sumir til að skrifa uppá skuldabréf eða aðrar veðsetningar og tapað svo öllu,ég þekki það sjálfur lenti í svona fyrir um 10 árum og tapaði fleiri miljónum sem ég er enn að borga en sé fyrir endann á,ég var heppinn að hafa góða vinnu en það er ekki hjá öllum og gamalt fólk sem hefur lent í þessu og misst húsin sín og allar eigur og er svo komið í biðröð til að ná sér í næringu,það er sárt að horfa á þetta.Það er hægt fyrir Ríkið að koma þarna að þessu og styrkja ykkur til að standa straum að þessu,því þið sem standið í þessu eruð búin að vinna mjög gott starf sem ekki er launað að neinu leiti þó margir geri það kannski með þakklæti,það er ekki að vita hvort það taki einhver við þessu,verður þetta gert svona í framtíðinni ég veit ekki.Þetta eru bara hugsanir sem eru settar á blað.

Guðjón H Finnbogason, 17.4.2008 kl. 13:24

3 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Guðrún mín, sömuleiðis.

Guðjón, takk fyrir þínar hugsanir.  Við hjá Fjölskylduhjálp íslands vinnum allt í sjálfboðavinnu en þyrftum að hafa einn starfskraft á hálfum launum til að vera meira á staðnum til að taka á móti notuðum fatnaði, leikföngum og búsáhöldum.  Fjölskylduhjálp Íslands úthlutar allt að 6 matarpokum til hverrar fjölskyldu og fólkið fær að velja, við skömtum ekki í pokana.  Við úthlutum  ekki einum poka eins og sumar hjálpastofnanir gera.  Í gær komu 120 fjölskyldur eftir aðstoð og láta má nærri að við höfum afgreitt  um 600 fulla matarpoka allt góður matur.  Það fóru um 200 kíló af slátri og lifrapylsu sem við að sjálfsögðu keyptum.  Við verðum að velta hverri krónu fyrir okkur og kaupa það sem upp á vantar fyrir hvern miðvikudag þegar vitað er hvað við fáum gefins.  Því miður höldum við lífinu í mörgum fjölskyldum sem koma alls staðar að.  En ekki má gleyma því að margir þurfa aðstoð í 6 mánuði og upp í ár en svo sjáum við þetta fólk ekki aftur því það hefur náð sér á strik  sem betur fer.  En það eru allt of margir sem eru öryrkjar og eiga ekki mat eftir 10 til 15 hvers mánaðar.  Sem dæmi þá keyrum við til einnar konu matvælum á hverjum miðvikudegi en kona þessi er lungnasjúklingur föst við súrefni  og því hún getur enga björg sér veitt.  Beiðni um þessa aðstoð kom frá hinu opinbera.  Við sem stöndum að Fjölskylduhjálp Íslands gerum þetta af hugsjón, ég persónulega hef gert þetta s.l. 11 ár alla miðvikudaga. Takk fyrir þína athygli á málinu.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 17.4.2008 kl. 18:58

4 Smámynd: Landfari

Gerið þið einhverjar stikkprufur eða kannið þið á einhvern hátt aðstöðu þess fólks sem leitar til ykkar. Þó þörfin sé brýn hjá sumum skjólstæðingum ykkar þá er það deginum ljósar að hún er það ekki hjá öllum.

Það er því miður þannig að allt sem er ókeypis er misnotað og því miður er ykkar þjónusta það líka.  Það er skelfilegt til þess að hugsa að fólk sem ekki þarf á að halda, hafi sig í það að taka frá þeim sem virkilega þurfa á aðstoð að halda.

Hvað gerið þið til að sporna við þeirri misnotkun sem er í gangi?

Landfari, 23.4.2008 kl. 01:34

5 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Landfari, mikið kann ég illa við nafnleysingja.  Jú við könnum bakgrunn allra.  Fólk sýnir örorkukort, kort ellilífeyrisþega, einstæðar mæður sýna gögn frá Tryggingastofnun og s.fr.  Þú fullyrðir að um misnotkun sé í gangi sem ég mótmæli.  Ert þú kannski einn af okkar skjólstæðingum og  misnotar okkur þá með fölskum skilríkjum, ég bara spyr?  Nei við látum ekki misnota okkur því þetta er mikil erfiðisvinna sem unnin er í sjálfboðavinnu auk þess sem við þurfum að hafa mikið fyrir því að eiga mat fyrir 120 fjölskyldur sem leita til okkar á miðvikudögum.  Eitt vil ég undirstrika að það bíður enginn í tvö klukkutíma eftir matvælaaðstoð nema sá sem er fátækur á Íslandi.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 26.4.2008 kl. 00:08

6 Smámynd: Landfari

Við hvaða tekjumark miðið þið aðstoð. Það eitt að vera öryrki segir ekkert um efnahaginn. Ellilífeyrirþegar eru sumir bara nokkuð vel stæðir, sem betur fer. Íslendingar standa sumir hverjir í biðröðum heilu næturnar til að fá raftæki með smá aflætti. Ef þið úthlutið allt að 6 matarpokum þá getur það verið ágætis tímakaup að bíða í 2 tíma. Erlendir borgarar sem mér skilst að séu í auknu mæli ykkar skjólstæðingar setja það nú ekki fyrir sig heldur frekar en landinn.

Það er gott að þú trúir því að allir ykkar skjólstæðingar séu í brýnni þorf. Öðru vísi hefðir þú sennilega ekki enst svona lengi í þessu. Tölfræðin segir nú samt annað og það hefur komið fram í fréttum.

Ég er alls ekki að gagnrýna ykkar góða starf og finnst gott til þess að vita að það sé þó reynt að fylgjast með. Mér sárnar bara þeir sem ekki þurfa á þessu að halda geta komist upp með að misnota þetta því það verður óneytanlega á kostnað hinna.

Þetta er sama vandamálið og með alvöru öryrkja og gerfi öryrkja. Það eru ótrúlega margir sem geta hæglega unnið, þó ekki væri nema hluta úr degi en gera það ekki opinberlega því þeir hafa fullar bætur. Síðan er bara unnið svart og þeir hafa það miklu betra en almenur verkamaður í fullri vinnu  með öll sín gjöld.

Þess utan nýtur svo gerfiöryrkinn allskonar fríðinda sem hinn vinnandi maður hefur ekki.

Önnur afleiðing er svo að alvöru öryrki nýtur ekki þeirra bóta sem mannsæmandi eru því hópurinn er svo stór.

Var nú bara svona að velta því fyrir mér hvað gert er til að koma í veg fyrir misnotkun á samfélagshjálpinni. Það geur verið meira en erfitt að krefja einstkling um sönnun þess að hann sé fátækur og hjálpar þurfi. Það getur hreinlega verið mannskemmandi fyrir báða aðila.

 Annað mál. Liði þer betur ef ég skrifaði undir nafninu Jón Jónsson? Eða er það mynd og ættartréið sem þú vilt?

Landfari, 26.4.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Samfélagið og við

Höfundur

Ásgerður Jóna Flosadóttir
Ásgerður Jóna Flosadóttir

          MBA viðskiptafræði, BA stjórnmálafræði og fjölmiðlafræði.  Er starfandi formaður Fjölskylduhjálpar Ísland

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Fjölsk mars 2008 008
  • Fjölsk mars 2008 005
  • PhotoImpression
  • Mars2008 019
  • Mars2008 019

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband