17.4.2008 | 13:36
Athyglisverð frétt í Klippt og skorið á bls.15 í 24 Stundum í dag.
Alltaf verður maður nú jafn hissa. Ég sit í aðalstjórn KRFÍ og verið boðuð á einn slíkan fund frá því ég kom inn í stjórnina á síðasta ári fyrir hönd Frjálslynda flokksins. Aðalfundur KRFÍ var haldinn 15. april s.l. kl. 17.00. Mætti ég á tímanlega á fundinn og hlakkaði til þessa fundar þar sem ég er ný og þetta minn fyrsti aðalfundur hjá KRFÍ. Ég mætti ein til fundarins og sat fundinn til kl. 18.50 en þá yfirgaf ég fundinn hljóðlega, til að trufla nú ekki athygli fundarmanna ,vegna fundar sem ég átti að mæta á kl. 19.00 í Skúlatúni 4 á vegum Frjálslynda flokksins.
Þessi frétt er með ólíkingum sem birt er í 24 stundum í dag fimmtudag 17. april sem ég ætla að leiðrétta. Mér skilst að þessi frétt hafi flogið út um allan bæ í gær, ekki frétti ég hana. En getur það verið að konur séu konum versta. Hverjum er það til tekna að búa til slíkar sögur og breiða þær úr. Góð spurning ekki satt, en ég ætla ekki að reyna að svar henni.
1. Í fyrsta lagi var þess hvergi getið í fundarboði um aðalfundinn að skipta ætti um formann og varaformann.
2. Undirrituð las um það í fjölmiðlum daginn eftir aðalfundinn að Margrét Sverrisdóttir hefði verið kosin formaður KRFÍ og ekkert nema gott um það að segja.
3. Hvergi auglýsti KRFÍ mér vitanlega eftir konum sem gæfu kost á sér í kjöri til formanns né varaformanns.
Þannig að fréttin um að ég sæktist eftir formennsku í KRFÍ eru úr lausu lofti gripnar því ef fólk ætlar að gefa kost á sér í slíkt embætti þarf að auglýsa slík framboð. Í dag get ég bara ekki bætt á mig fleiri blómum til þess þyrfti ég fleiri klukkutíma í sólarhringinn.
Ef ég hefði vitað að skipta ætti um formann og varaformann sem ég vissi ekki um en gefum okkur að ég hafi haft í huga að bjóða mig fram til formanns hjá KRFÍ þá þarf að undirbúa slíkt framboð mjög vel.
Ef Margrét hefur smalað á fundinn gekk sú smölun mjög illa því þessi fundur var með afbrigðum fámennur.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Samfélagið og við
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Ásgerður.
Sé hægt að verða hissa, þá er það víst ábyggilega við lestur þennan.
Það er eins og ég hefi oft áður sagt, það er ekki öll vitleysan eins, heldur aðeins mismunandi.
Einhver hlýtur að telja sé það til tekna að standa að slíkri sögusmíð sem þarna er á ferð, eins arfavitlaust og það er.
það er greinilega ekkert nýtt undir sólinni.
góð kveðja.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2008 kl. 00:56
Sæl, segðu. En ég hef eiginlega miklar áhyggjur af þeim einstaklingum sem standa fyrir svona sögusögnum. kannski er þetta svona mikil þörf fyrir að segja sögur, eða svona mikil þörf að tjá sig. Ég veit það ekki, satt best að segja. Ég hallast helst að því að viðkomandi eigi mjög erfitt með sjálfa sig, er mjög líklega óhamingjusamur með lífið og tilveruna, eigi jafnvel erfitt andlega. Ég finn mjög til með viðkomandi.
kkv.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 18.4.2008 kl. 01:22
Já það er líklega eitthvað af þessum toga sem þú nefnir þarna, og spurning hvort hér sé á ferð vangreint vandamál í samfélaginu.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.4.2008 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.